Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

21.10.2015

Rangćingar -- Sláturtíđ

Sl. þriðjudagskvöld kom fallega fólkið í Rangárþingi saman til vikulegrar spilamennsku.   Enn eru spilarar að týnast af fjalli og eru nú 13 pör komin á hús og verða á fóðrum í vetur.   Einhverjir sauðir, misfeitir þó, eru enn ókomnir til byggða og virðast hafa ráfað af afrétti okkar Rangæinga yfir í aðrar sýslur og jafnvel til annara landa, yfir sauðfjárveikigirðingar og aðrar þær hindranir sem ætlað er að halda safninu til haga.   

Sláturtíð er hafin í Rangárþingi, eins og víðar á þessum tíma árs.  Því fannst stórgripaslátrara félagsins við hæfi að taka áhöld sín fram, sem rykfallið hafa það sem af er ári.  Hóf hann verkun og sóttist verkið vel, því er yfir lauk höfðu hann og brýnarinn náð 64,2% nýtingu.   Hrossaræktarráðunauturinn og bóndinn komu næstir inn með 60,8% skor og þriðju urðu öðlingarnir Elli og Kalli með 56,7% skor.  

Aðrir fóru í salt og einhverjir hreinlega í kæfu.

Úrslit og spil má sjá hér


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing