Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

28.10.2015

Rangćingar -- Flokkapólitík

Sl. þriðjudagskvöld settust Rangæingar að spilum að vanda.   Með í för að Heimalandi voru tveir bjórkassar, hvers innihald var notað til verðlaunaveitinga það kvöldið.  Til leiks mættu 11 pör og léku 28 spil (monrad) Keppt var í nokkrum flokkum og urðu sigurvegarar í hverjum flokki eftirtaldir: 

Flokkur                       Par                   Skor                 Verðlaun 

Nýliðaflokkur:            Hjalti - Logi,       39,6%         Tveir bjórar á mann

Heiðurssætið:            Elli - Kalli            40,6%         Einn bjór á mann

Hótelstjóraflokkur:    Óli - Runólfur      45,8%        Einn bjór á mann

Prestaflokkur:            Halldór - Kristján 47,8%       Einn bjór á mann

Tottenhamsætið:      Jói - Svavar         48,4%      Einn bjór á mann

Öldungaflokkur:         Ægir - Svavar      49,5%      Hálfur bjór á mann

Sýslumannsflokkur:   Siggi - Sigurjón      50,0%      Einn bjór á mann

Kvennaflokkur:         Eiríkur - Silla            53,1%      Tveir bjórar á mann

3. sæti:                     Bjössi - Maggi         54,9%      Þrír bjórar á man

2. sæti:                     Örn - Birgir            55,8%       Fjórir bjórar á mann

1. sæti:                     Sigurður - Torfi      62,5%       Sjö bjórar á mann

Sérstök heiðursverðlaun:  Eiríkur Davíðsson            Einn aukabjór á hann.

Eins og glöggir lesendur sjá var hart barist um verðlaun í hverjum flokki.   Enn gleggri lesendur sjá líka af verðlaunamagni í einstökum flokkum að Rangæingum þykir einkar vænt um born, konur og Eirík á Kanastöðum.   Einhverjir kunna ennfremur að halda, af óskýrum og svolítið óreglulegum lóðréttum línum í dálkunum hér að ofan, að skrásetjari sé þegar búinn að innbyrða öll verðlaunin sín.  Svo er ekki!

Úrslitin og spilin má finna á hér 


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing