Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

8.1.2016

Ólafur og Gunnar Björn HSK meistarar í tvímenning

HSK mótið í tvímenning var haldið fimmtudaginn 7. janúar sl. í Selinu á Selfossi. Mjög góð þátttaka var í mótinu eða 20 pör, en það þýddi að það var fullt hús. Spilað var um silfurstig auk þess sem mótið taldi til stiga í stigakeppni HSK árið 2016. Þá var einnig veittur í fyrsta skiptið nýr farandbikar í mótinu, en gefandi bikarsins var Vélaverkstæði Þóris á Selfossi, og færir briddsnefnd HSK honum bestu þakkir fyrir.

Sigurvegarar urðu Ólafur Steinason og Gunnar Björn Helgason með 59,7% skor. Þeir spiluðu fyrir Ungmennafélag Selfoss. Í öðru sæti urðu Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson með 58,6% skor. Þeir spiluðu einnig fyrir Ungmennafélag Selfoss. Í þriðja sæti urðu Viðar Gunngeirsson og Pétur Skarphéðinsson. Þeir spiluðu fyrir Golfklúbbinn Flúði.

Lokastöðuna má sjá á þessari síðu. Nú hefur verið bætt úr því að á síðunni sjást öll spil mótsins.

Næsta mót hjá Bridgefélagi Selfoss er þriggja kvölda butlertvímenningur sem hefst fimmtudaginn 14. janúar. Skráning á ţessari síðu. Þá má minna á Suðurlandsmótið í sveitakeppni sem verður spilað á Heimalandi helgina 16. - 17. janúar nk. Skráning á ţessari siðu.


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing