Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

13.1.2016

Rangćingar -- Tíđ skipti í forystusveit

Sl. þriðjudagskvöld stóð til að hefja sveitakeppni félagsins en því var frestað um eina viku, þar sem einhverjir voru ekki búnir að ná sér fylllilega eftir áramótagleðina.   Sveitakeppnin hefst hins vegar nk. þriðjudag með þátttöku 8 sveita.

Ţví var leikinn eins kvölds tvímenningur með þátttöku 14 para.  Við Rangæingar erum margir jafnaðarmenn og flestir samvinnumenn að auki.  Jafnaðarmennskan var enda í hávegum höfð þetta kvöldi og í takt við Bjarta framtíð og var skipt ört um forystumenn.  Keppnin var því einkar jöfn og spennandi.  Úrslit réðust ekki fyrr en í síðasta spili og reyndist pass Ægissiðugoðans á 3 hjörtu makkers þeim félögum dýrt og féllu þeir við passið úr efsta sæti niður í það fjórða. Þó þótt goðanum það verra að í leiðinni lyfti hann frænda sínum upp í það fyrsta.  "Hva...,ég hefði alltaf lyft í geimið í mína hendi" sagði goðinn til útskýringar.  Þó pass sé oft góð sögn, reyndist svo ekki í þetta skiptið.

Útgerðarmaðurinn og hænsnabóndinn enduðu því í efsta sæti með 191 sig.  Formaðurinn og Spursarinn urðu í öðru sæti með 187 stig og þriðju urðu Skógabóndinn og Moldnúpsvertinn með 183 stig.

Skemmtilegast er þó að segja frá því að nýr spilari mætti til leiks og lék við annan nýlegan.  Sá nýi, góðkunningi skrásetjara, lærði bridge fyrir um þremur árum í Fjölbrautarskóla Suðurlands en hafði aldrei komið í spilasal fyrr.   Helgi Hermannsson, kennari í FSI og annar góðkunningi skrásetjara, kenndi drengnum handtökin og gerði það greinilega vel, því þessir ungu drengir nældu sér í 41,7% skor og skutu aftur fyrir sig tveimur pörum, sem bæði hafa spilað nokkru lengur en þeir félagar.   Þessi góða frammistaða þeirra drengja gladdi okkur Rangæinga mjög og var drengjunum klappað lof í lófa að leikslokum. 

Úrslitin og spilin má sjá hér


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing