Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

21.1.2016

Rangćingar -- Ćskan

Sl. þriðjudag hófst sveitakeppnin hjá okkur Rangæingum.   Til leiks mættu 8 sveitir.  Um nokkurra ára skeið hefur spilastjóri tekið sér alræðisvald og skipað mönnum í sveitir með það að markmiði að gera sveitakeppnina sem jafnasta.  Til mótvægis er butler árangur para verðlaunaður sérstaklega með notadrjúgum verðlaunum.   Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir og vel tekist til.  Sveitakeppnin er jafnan jöfn og bráðskemmtileg fyrir vikið, fyrir alla.

Mótið byrjar vel hvað jafnaðarmennsku varðar, því einungis einn leikur af fjórum vannst með fullnaðarsigri. 

Ćskan var skemmtilegt blað, eins og elstu menn muna sem enn muna eitthvað, og þó blaðið komi ekki út lengur var æskan í  aðalhlutverki á þriðjudagskvöldið.   Yngstu spilararnir í hópnum eru fæddir árið 1991 og 1993 og þeir byrjuðu með látum, því sveitirnar þeirra eru í efstu tveimur sætunum eftir fyrsta kvöldið.

Herdís (1991) og hennar menn í sveitinni Stóru-Mörk, leiða nú mótið með 16,29 stig.  Jón (1993) er svo með sína drengi í Neðra-Dals sveitinni, í 2. sæti með 12,76 stig.  

Ekki einasta hefur meðalaldur í salnum hrunið með tilkomu þessa nýja fólks, heldur hefur ásýnd hópsins fríkkað mjög.  

Í butlernum eru Skógabóndinn og Moldnúpsvertinn efstir með 2,12 ipma en prestakallarnir næstir með 1,59 impa.

Spilin úr fyrri hálfleik má sjá hér og úr þeim seinni hér.    Úrslit leikja og staðan í sveitakeppninni sést svo hér   Staðan í Butlernum er svo hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing