Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

4.2.2016

Rangćingar -- Ađ segja eđa segja ekki 3 grönd

Skrásetjari segir sínar farir ekki sléttar úr 2. umferð sveitakeppninnar sem leikin var þriðjudaginn 2. febrúar sl.  Þar leiddi skrásetjari sína menn í ógöngur og til háðulegrar útreiðar gegn, að haldið var, löskuðu prestakallaliðinu frá Stóru-Mörk.   Til liðs við þá Stóru-Markarmenn var genginn Magnus Halldórsson, í forföllum meðhjálparans.   Magnus er þjóðþekktur fyrir sín þrumuþrjúgrönd en hafði fengið föðurleg ráð frá prestinum fyrir leik um að 3 nt væru ekki endilega alltaf heppileg.   Magnus meldaði því lítið og varlega.  Fór með löndum og kom þannig andstæðingum sínum algjörlega í opna skjöldu.   Menn áttu bara ekki von á þessu enda hefur Magnus sjaldan farið um svo hljóðlega og lýsti sjálfum sér einhvern tíma þannig:

Á blautum skóm, hinn breiða veg

bísperrtur hef gengið.

Og enginn hefur oftar en ég

ökuréttindi fengið!

Ţví voru Stóru-Markar menn til alls líklegir í umferð 3 sem leikin var sl. þriðjudag.   Hins vegar var Magnús búinn að finna 3ja granda miðann á ný og því gekk verr.

Sveitakeppnin hefur þróast í tvær deildir, þannig að fjórar sveitir eru býsna jafnar á toppnum og aðrar fjórar býsna jafnar á óæðri endanum.  En ekki þarf nema ein góð úrslit, nú eða vond, til að sveitir færist á milli deilda.

Spil og butlerárangur úr fyrri hálfleik í umferð 2 má sjá hér og úr þeim seinni hér.   Hér er svo fyrri hálfleikur í umferð 3 og sá seinni hér.   Úrslit og staðan í sveitakeppninni eftir umferð 3 er svo hér og staðan í butlernum hér


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing