Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Ķslands - Fara į forsķšu

Félög

2.3.2016

Rangęingar -- Fešgarnir

Spilastjóri má vart mæla enn, slík var spennan í síðustu umferð sveitakeppninnar hjá okkur Rangæingum.   Eins og menn muna, alla vega þeir minnugri, gátu 5 sveitir af 8 unnið sveitakeppnina þegar síðasta umferðin hófst.  Efstu sveitirnar, sem þó voru ekki nema sjónarmun á undan næstu tveimur sveitum, mættust í innbyrðisleik en hinar þrjár áttu leiki gegn sveitunum í 6.-8. sæti.  Úrslit gátu því farið á alla vegu.

Efstu-Grundar menn og Ytri-Skóga kappar náðu ekki að hemja spennustigið, enda ungir og óreyndir margir, og luku leik í 4. og 5. sæti eftir útreiðir í sínum leikjum.   Ægissíðu öðlingarnir mættu til leiks með stóíska ró að vopni og unnu sinn leik næsta örugglega og lyftu sér í 3. sætið með 13,65 stiga sigri.   Úrslitaleikurinn var því hreinn um sigur í mótinu.   Kanastaða kempurnar börðust vel en máttu ekki við vel samstilltu liði Neðri-Dals drengja sem unnu leikinn 11-9 og þar með sveitakeppnina.   

Žetta fyrirkomulag á keppninni, þ.e. að reyna að búa til sem jafnastar sveitir, hefur reynst okkur Rangæingum afar vel og gert keppnina stórskemmtilega.   Líklega er þetta einn þeirra þátta sem gera bridgelífið í Rangárþingi svo öflugt sem raun ber vitni.   Sveitakeppnina geta nefnilega allir unnið.   Skýrasta dæmið um það er sveitaskipan sigursveitarinnar.  Með skipstjóranum og hænsnabóndanum skipuðust í sveit minkabændurnir í Neðra Dal, feðgarnir Steinn Logi og Hjalti, sem byrjuðu að spila fyrir tveimur árum síðan.   Svo fór að Steinn Logi spilaði aðeins eina umferð, taldi það nóg og treysti minni spámönnum fyrir þessu.  Fór fyrst erlendis, þá heim að klappa minkunum, og ákvað loks að nota tímann til að slasa sig á á fæti.   Í hans stað kom sonur skrásetjara, fæddur 1993.  Sá lærði spilið í Fjölbrautarskóla Suðurlands, hjá hinum aldna höfðingja og heiðursmanni Helga Hermannssyni, fyrir um fjórum árum en hefur ekki tekið upp spilastokk síðan, ekki fyrr en hann leysti Stein Loga af í sveitakeppninni.   Gömlu mennirnir í sveitinni spiluðu ekki betur en ætlast mátti til af þeim en þeir peyjarnir langt umfram væntingar og sigurinn í sveitakeppninni er því fyrst og fremst þeim að þakka.

Mönnum ertíðrætt um meðalaldur spilara á Íslandi en meðalaldurinn í þessari sigursvet er 41,25 ár.   Skrásetjari óskar sjálfum sér til hamingju með árangurinn en einkum félögum sínum, sérstaklega ungu drengjunum.   Á myndinni eru þeir kampakátir drengirnr.

Sigurvegarar í Butlernum urðu Moldnúpsvertinn og Skógabóndinn, en þeir félagar spiluðu einkar jafnt og vel allt mótið.   Innilega til hamingju drengir.  Mynd af þeim félögum

Hér verður svo að setja mynd af hetjum keppninnar, þeim Ella Bonanza og Kalla Smirnov.

Śrslitin í sveitakeppninni má sjá hér.  Spilin og butlerinn úr fyrri hálfleik hér og þeim seinni hér.  Úrsltiin í Butlernum, sem verðlaunaður verður sérstaklega á vordögum, eru svo hér


Stjórnborš

Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Višburšadagatal

Engin skrįšur višburšur framundan.

Hverjir spila ķ dag

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 

Skoða alla daga


Olķs

Slóš:

Félög

Myndir


Auglżsing