Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

21.4.2016

Rangćingar -- Vertíđarlok

Að vanda héldum við Rangæingar okkar lokakvöld síðasta vetrardag að Heimalandi.   Förum þá yfir veturinn, afhendum snarlega þeim verðlaun sem þau verðskulda og setjumst svo við spil, enda leiðist okkur fremur fundaseta en gleðjumst mjög við spil.   Erum því snöggir við tvennt í starfi okkar, aðalfundinn sem fer stundum upp í 7 mínútur og verðlaunaafhendinguna sem nær líklega 15 mínutum. Ein ræða var þó leyfð, sera Halldór sagði okkur frá vel heppnuðu og skemmtilegu móti sem þeir prestakallarnir sóttu að Þórbergssetri að Hala í Suðursveit um liðna helgi.   Hann brýndi menn til farar næsta ár.

Á lokakvöldið eru menn hvattir til að hafa með sér nesti, enda farið að hlýna í veðri (vorið er komið undir Eyjafjöllum) og menn verða að passa vel upp á vökvastigið.  Eins vill fylgja verðlaunagripunum svolítið ryk og því hætt við að erting í hálsi geri vart við sig, passi menn ekki upp á að fyrirbyggja það.

Menn svöruðu kallinu vel, enda vont að fá ertingu í háls, það þekkja menn.   Þegar leið á kvöldið voru jafnvel þyngstu menn orðnir léttir og sumir fisléttir.  Heilsusamleg verðlaun voru auðvitað í boði að vanda og keppt í fjölmörgum flokkum.   Í kvennaflokki sigraði Eiríkur Davíðsson.  Í flokki fótbrotinna höfðu sigur Hjalti og Logi en í öðru sæti urðu Jóhann og Svavar en svo skemmtilega vill til að bæði Logi og Jói eru fótbrotnir og í gifsi.   Sátu því báðir allt kvöldið með hann beinstífan og sögðu það vont fyrir bakið.   Í flokki ófríðra sigruðu næsta örugglega Moldnúpsvertinn og Skógabóndinn og má heita að enginn hafi neitt þeim neina keppni í þeim flokki.

Sigurvegarar kvöldsins urðu hins vegar glerskerinn og fisksalinn.   "Ég var að lesa Yokohama bókina" sagði glerskerinn glaðbeittur að leikslokum, "og ákvað að taka Bermúdabrosið á næsta stig".   Og það virkaði.  Þeir félagar fóru hlæjandi gegnum kvöldið með vel varðveitt og hárrétt vökvastig í líkamanum.   Unnu þetta með yfirburðum.   Aðrir fengu minna.

Úrslit og spil má sjá hér

Við í stjórn Bridgefélags Rangæinga þökkum spilurum fyrir skemmtilegan vetur og óskum landsmönnum nær og fjær gleðilegs sumars.  Hópurinn hjá Bridgefélagi Rangæinga er nær því að vera vinahópur en hópur bridgespilara, þó vissulega sameini þetta skemmilega spil þetta góða folk.   Því erum við strax farnir að hlakka til að hittast við spilaborðið á ný á Heimalandi, þeim frábæra heimavelli okkar, á hausti komandi.  


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing