Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

19.10.2016

Rangćingar -- Gunnarshólmi

Heimavöllur okkar Rangæinga, Heimaland, var upptekinn sl. þriðjudagskvöld, sem og varaheimavöllurinn Hvoll.  Sl. þriðjudag gengum við Rangæingar því á Gunnarshólma.   Gunnarshólmi er auðvitað þekktur úr Njálu, staðurinn sem Gunnar á Hlíðarenda er sagður hafa staðið á og litið Fljótshlíðina svo fagra að hann hafi ekki fengið sig til að fara úr landi.    Sumir hafa reyndar bent á að trúlegra sé að Gunnar hafi, kvöldið fyrir utanferð, þegið boð um gistingu á ónefndum bæ neðarlega í Landeyjum og verið vísað þar til rekkju.  Er hann vaknaði hafi hann litið á meyna við hlið sér og orðið að orði: Fögur er mærin, bleikir vangar og slegið hár, ég fer ekki fet.    Þessi söguskýring er þó ekki seld dýrt, eiginlega mjög ódýrt, jafnvel ódýrar en hún var keypt.

Gunnarshómi er líka félagsheimili Austur-Landeyinga.   Þar hafa menn duflað og dansað gegnum tíðina, etið hrossakjöt og hrútspunga, auk þess að hafa sótt reglulega fundi í Framsóknarfélagi sveitarinnar.    Þó muna menn og konur ekki eftir því að hafa spilað þar bridge áður, þó mörg framsóknarvistin hafi þar verið háð í gegnum tíðina.

Presturinn okkar ástsæli gaf sér tíma frá pólitískum önnum til að koma sjá og sigra þetta kvöld.   Meðhjálparinn var líka betri en enginn og unnu þeir kvöldið með 61,3% skor.  Næstir inn komu hæglætismennirnir Jói og Siggi með 59,3% skor og þriðju í mark urðu Eyþór og Bjössi með 58,3% skor en svo skemmtilega vill einmitt til að Bjorn er frammámaður í kvenfélagi sveitarinnar. 

Úrsltin og spilin má sjá hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing