Félög
8.12.2005
Fréttir frá BA
Nú er nýlokið þriggja kvölda hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga en Sveinar sem reynar héldu fyrsta sætinu þrátt fyrir nokkra dýfu í lokaumferðunum þar sem þeir töpuðu m.a. stórt fyrir Unaði jóna.
1. Sveinar sem reyna +181
2. Unaður jóna +166
3. Ævarandi árnaðaróskir +85
4. Stefán Vilhjálmsson
5. Sveinbirningar
6. Heiðbrún lillabinna
Sveinarnir styrktu reyndar sveitina með sterkum erlendum kvenspilara síðasta kvöldið sem var þeirra sterkasti leikmaður það kvöldið.
Þeir söknuðu þó skáldsins, Björns Þorlákssonar sem er annar af a.m.k. tveimur bridgespilurum sem gefa út bók fyrir þessi jól og var með upplestur um kvöldið.
Bók Björns kallast Lífsloginn en einnig mun Jón Þorvarðarson vera að gefa út bók um sögu stærðfræðinnar
Sunnudaginn 4.desember voru efstu pör svo jöfn að eitt spil hefði getað breytt öllu um röðina:
1. Reynir Helgason - Hans Viggó Reisenhus +11
2. Magnús Magnússon - Kári Gíslason +9
3. Stefán Vilhjálmsson - Haukur Jónsson +7
Næsta mót á þriðjudögum er tveggja kvölda Hangikjötstvímenningur þar sem má mæta annað eða bæði kvöldin þar sem aðeins betra kvöldið mun telja.
Viðburðadagatal
Engin skráður viðburður framundan.
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bridgefélag Reykjavíkur. Síðumúla 37. Byrjar kl 19:00
Bf. Akureyrar, Skipagata 14, 4.hæð kl. 19:00
Bridgefélag Rangæinga, Heimalandi, kl. 19:30
Bf. Hrunamanna, Flúðir kl. 19:30