Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

7.12.2016

Rangćingar -- Skáldabjörn

Sl. þriðjudagskvöld komum við Rangæingar saman á heimavelli okkar að Heimalandi.   Til leiks mættu 14 pör og léku saman fimmta kvöldið af sex í Butlertvímenningi félagsins.  

Björninn vinalegi hefur farið mikinn í haust og einu gilt hvern hann hefur haft sér til fulltingis hverju sinni, enda rammur að afli.   Í gær hafði Björninn hirðskáldið með sér.    

Skjaldabjarnarvík er annars á Hornströndum, kennd við landnámsmanninn Skjalda-Björn, sem þar hafði bú sitt.   Ţó það sé auðvitað allt önnur saga má segja að við Rangæingar séum nú með parið Skálda-Björn, sem líkt og hálfnafni þeirra var, eru harðskeyttir og vopnfimir.   Ţeir félagar hagyrtu andstæðinga sína, einn af öðrum, sem lágu sárir eftir út um allan sal, og innbyrtu af harðfylgi 286 impa. Næstir inn komu framsóknar- og félagshyggjuforkólfarnir Jói og Siggi með 190 impa.  Ţriðju urðu Sigurður og Torfi með 160 impa.  

Jói og Siggi eru áfram langefstir í samanlögðu, svo langefstir að næstu manna verður ekki getið, enda skrásetjari einkar tillitssamur og nærgætinn að eðlisfari. 

Ţað sækir enginn auðveldlega gull í klær Bjarnarins, sama hvaða makker hann notar. 

Björninn harður, þetta lengi leiddi,

laginn framhjá öllum gloppum sneiddi.

Aukaslaginn margan vaskur veiddi

og vonum flestra gjörsamlega eyddi. 

Fyrir lokasennu eygðu bankastjórinn og hans meðreiðarsveinn þó smá glætu, en 

Í hinstu setu hurfu vonir sjónum,

ţeir hrikalegum urðu fyrir tjónum,

Björninn líka beitti þarna klónum

og bókstaflega dró þá upp úr skónum. 

Annars horfir skáldið á Kastljós flest kvöld og hafði á orði í gærkvöldi: 

Ofur nefið er til staðar,
óhult tæpast nokkur stétt.
Ljósi eggin brúnu baðar
og bjarma slær á hæstarétt

Úrslit og spil má sjá hér og stöðuna í samanlögðu hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing