Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Ķslands - Fara į forsķšu

Félög

11.1.2017

Rangęingar -- Hestamašurinn og presturinn

Sl. þriðjudag hófst sveitakeppni félagsins með þátttöku 7 sveita, þar sem spilastjóri raðar saman sveitum eftir ek. tölfræði með það að markmiði að gera keppnina sem jafnasta.  Þetta árið tengjast nöfn sveita starfsheitum fyrirliðanna, s.s. sveitin "Fisksalinn", "Presturinn", "Bóndinn" og þar fram eftir götunum.

Skáldið fjallar um úrslit kvöldsins með þessum hætti: 

Ekki var hestum og prestum att saman í keppni kvöldsins, prestakallar eru allajafna hvorki rásgjarnir né heldur árásargjarnir, enda mun hempan ekki heppileg í hlaupagreinar, en samt: 

Prúðir kallar prófraun stóðu,

prestaskarinn útvalinn.

Bændur voru í grasi góðu

og glaðbeittur var fisksalinn. 

Aftur eru hestar býsna sprettharðir og í eðli sínu flóttadýr, hestamenn voru allt kvöldið á flótta undan friðsömum fisksölunum í sveitakeppni. Sumir hestar gerðu það reyndar gott á Butler veðreiðunum þetta kvöld: 

Býsna fráir butlershestar,

hjá Bjössa Dúa reyndust þar,

einnig drottins prýðis prestar,

passlega kátur hann því var.

Śrslit leika í fyrstu umferð og stöðuna að henna lokinni má sjá hér

Spil og Butler úr fyrri hálfleik hér og þeim seinni hér


Višburšadagatal


Hverjir spila ķ dag


Olķs

Slóš:

Félög

Myndir


Auglżsing