Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

1.2.2017

Rangćingar -- Stórum farmi fleytt í naust

Sl. þriðjudag settumst við Rangæingar að spilum á Heimalandi.  Tókum okkur í hönd spil fjórðu umferðar af sjö í sveitakeppninni.  

Bóndinn, sem leitt hefur sveitakeppnina, taldi sér óhætt að skreppa sjálfur af bæ og fela leiguliðunum að ná ilmandi töðunni í hús, af túnum prestsins.   Það reyndist ekki vel, kotbændur eru ekki vanir orfi og ljá, auk þess sem presturinn tók þá til altaris og skipaði þeim að því loknu höstuglega af túnum sínum með einungis 2,90 stig.   Presturinn horfði hróðugur á eftir þeim og settist makindlega í annað sætið.   Þess skal getið að bóndinn er nú á hraðferð heim.    

Fisksalinn fór æfðum höndum um vertinn í þessari umferð, tók innan úr þeim drengjum og flakaði fimlega með nýtingu upp á 17,10 stig.  Þessi góði sigur lyfti fisksalanum í efsta sætið, en vertinn situr sem fyrr í botnsætinu.

Neyðarástand var í sveit slátrarans.   Einn liðsmanna á meiðslalista og því varð að leita vestur fyrir Þjórsá eftir liðsinni.   Þar fannst gamall slátrari sem enn á hníf .   Hann mætti til leiks með vel brýndan hnífinn og aðstoðaði við fláningu og innanúrtöku á Formanninum.  Stórgripurinn vigtaði 17,82 stig.   Slátrarinn komst þar með upp í miðja deild.

Skáldið sat við spil úti í horni, sat þar yfir með hestamanninum og fylgdist með umferðinni, svona með öðru augunu:

Ţað var stórútgerðarbragur á fisksölum þetta kvöldið, en vertarnir voru venju fremur hljóðlátir 

Vertinn kvaddi veikri raust,

vart í sinni hlátur.

Ţví farmi stórum fleytti í naust,

fisksalinn mjög kátur. 

Brúnin var heldur betur uppi á slátraranum og hans fólki, enginn hefði orðið hissa þó rauður litur hefði sést á ermum, slíkur var atgangurinn. 

Slátrarinn tók lífið létt

og lista takta sýndi.

Til sóma var´ann sinni stétt,

er saxið tók og brýndi. 

Svipað var í teningum prestanna, enda virtist spilavítisglampinn bera helgisvipinn ofurliði að mestu. 

Hér var ekki hempustress

og heldur engu kviðið,

er klerkastéttin klár og hress,

kvaldi bændaliðið. 

Úrslit og spil úr fyrri hálfleik má sjá hér, úr þeim seinni hér en úrslit og staðan í sveitakeppninni er svo hér


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing