Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

16.2.2017

Rangćingar -- Flýgur fiskisalinn

Allt er þetta nú að hafast hvað varðar sveitakeppnina.   Sl. þriðjudag var leikin 6. og næstsíðasta umferð.      Slátrarinn mætti fisksölunum fljúgandi og freistaði þess að stöðva æðibunuganginn í þeim.   Ekki tókst það nú, í besta falli voru þeir tafðir aðeins á leið sinni að titlinum.  Úr varð jafnglími 10,47-9,53, fisksalanum í vil sem situr nú á toppnum með 83,94 hugguleg stig.

Bóndinn, sem hefur átt erfiða daga á þorranum, eftir hlaup sín umhverfis bæinn í annarri buxnaskálminni á bóndadaginn, náði loks vopnum sínum og beitti heykvíslinni óspart á vesalings vertinn sem lá óvígur eftir með 2,28 stig en Bóndinn fór heim á Kanastaði með 17,72 stig á heyvagninum.  Kom sér í leiðinni upp í annað sætið með 72,12 stig. 

Í þriðja sæti er svo Presturinn með 71,34 stig eftir rólega yfirsetu, sem hann þáði kurteislega 12 stig fyrir.

Í þriðja leiknum sl. þriðjudag tókust á Formaðurinn og Hestamaðurinn.   Hestamaðurinn var ekki beinlínis á stökki það kvöldið, frekar á hægu tölti, eiginlega staður.   Formaðurinn lét hann þó af gæsku sinni hafa 6,35 stig fyrir viðleitni, enda framsóknar-  og félagshyggjumaður, en þáði sjálfur 13,65 stig.

Úr þessu stöðvar enginn fisksalann, nema þá Presturinn sem mætir honum í síðustu umferð nk. þriðjudag.   Bóndinn á eftir Formanninn og vonast eftir að góður sigur komi þeim á toppinn með liðsinni prestsins, sem líka getur náð toppsætinu með góðum sigri á Fisksalnum.   Presturinn er nú á fóðrum hjá Bóndanum sem elur hann á feitmeti og flóaðri mjólk svo þrek og þol verði sem best í lokaleiknum.  Í staðinn les Presturinn upp úr Passíusálmum séra Hallgríms fyrir Bóndann, svona eftir rökkursvefninn. 

Úrslit og spil úr fyrri hálfleik má sjá hér og úr þeim seinni hér.  Úrslit leikja og stöðuna í sveitakeppninni má svo sjá hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing