Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Félög

22.12.2005

KEA hangikjöt í húsi

Jólatvennu B.A. lauk þriðjudaginn 20.desember en þar var spilað um hangikjöt og magál frá Norðlenska. Spiluð voru tvö aðskilin kvöld þar sem betra skorið gilti til verðlauna. Stærsta hnossið hrepptu Haraldur Sigurjónsson og Frímann Stefánsson eftir góða frammistöðu fyrra kvöldið.
 
1. Haraldur - Frímann 60,2%
2. Hans Viggó Reisenhus - Gissur Jónasson 58,3%
3. Ævar Ármannsson - Árni Bjarnason 57,4%
4.-5.Kári Gíslason - Sigfús Hreiðarson 57,0%
4.-5. Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson 57,0%
 
Viggó og Gissur reyndust með besta meðalárangur en þeir urðu í 2.sæti fyrra kvöldið og efstir það síðari. Brynja Friðfinnsdóttir og Ólína Sigurjónsdóttir fengu verðlaun sem besta kvennaparið.
Að lokum óskum við öllum okkar kæru spilurum gleðilegra jóla, árs og friðar og minnum á Íslandsbankamótið sem fram fer föstudaginn 30.desember kl. 17:30 á Hótel KEA.

Viðburðadagatal

Engin skráður viðburður framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Bridgefélag Reykjavíkur.   Síðumúla 37.  Byrjar kl 19:00
Bf. Akureyrar, Skipagata 14, 4.hæð kl. 19:00
Bridgefélag Rangæinga, Heimalandi, kl. 19:30
Bf. Hrunamanna, Flúðir kl. 19:30


Olís

Slóð:

Félög

Myndir


Auglýsing