Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Ķslands - Fara į forsķšu

Félög

8.3.2017

Rangęingar -- Vopnaskak

Við Rangæingar settumst að spilum á þriðjudaginn að vanda, nú til að leika 2. umferðina í Samverkstvímenningnum.  Til leiks að Heimalandi mættu 13pör.

Žar sem óvenju vel lá á spilastjóra og gjaldkeranum voru veitt vot verðlaun í hinum ýmsu flokkum.

Sýslumannsfrúin í Varmahlíð kom vel stemmdur til leiks með djáknanum frá Steinum.   Þeir félagar komu 59,2% skori í hús, næsta auðveldlega.   Næstir komu búhöldurinn á Bergþórshvoli og Óli Jón með 57,5% skor og þriðju prestakallarnir Halldór og Kristján með 55,4% skor.   Framangreindir fengu vitaskuld mest af votverðlaununum kvöldsins, í réttum árangurshlutföllum.

Skáldið sat við spil ásamt Birninum bjarta og var létt yfir þeim félögum.  Ekki komust þeir á blað en skáldið leit yfir úrslitin og mælti:

Engin virtist yfirsjón,

įkaft vopnin skóku,

Žeir Sigurður og Sigurjón,

saman gullið tóku. 

---------------------------------------- 

Fundu nokkur farsæl geim,

flest á góðu róli.

Reifir silfrið reiddu heim,

Runólfur og Óli 

----------------------------------------

Įttu kappar ágætt skor,

įvallt héldu í trúna.

Kristján Mikk og klerkur vor,

kræktu í bronsið núna.

Śrslitin og spilin má sjá hér og stöðuna eftir tvö kvöld hér


Višburšadagatal

Engin skrįšur višburšur framundan.

Hverjir spila ķ dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
 

Skoða alla daga


Olķs

Slóš:

Félög

Myndir


Auglżsing