Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

24.3.2017

Rangćingar -- Nýir vendir

Sl. þriðjudag komum við Rangæingar saman á Heimalandi og lékum fjórðu og næst síðustu umferðina í Samverkstvímenningnum.  Úrslitin urðu ekki eftir bókinni, ef sú bók er á annað borð til.

Spilamennska forystusauðanna í þessum góða hóp þetta kvöld var ekki til útflutnings, sem er aðeins galli þar sem nú styttist mjög í útflutning hennar, enda einungis 4 vikur í Hamborgarferð félagsins. 

Kallinn og Ellinn komu hins vegar sterkir inn og luku leik með 61,7% skor.  Næstir inn urðu æfingafélagarnir og eðalkratarnir Svavar og Ægir með 57,1% skor, jafnir samvinnu- og kaupfélagssinnunum Einar og Kristjáni   Bæði pör fengu 57,1% skor að launum fyrir sitt framlag.   

Fleiri afrek voru ekki unnin þetta kvöld.

Úrslitin og spilin má hjá hér og stöðuna í mótinu hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing