Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

29.3.2017

Rangćingar -- Listerinn gamli hrökk loks í gang

Sl. þriðjudag lukum við Rangæingar leik í Samverkstvímenningnum og höfðum þá ríslað okkur við það í ein fimm kvöld.  14 pör mættu til leiks.   Heldur höfðu gömlu dísilvélarnar hökt undanfarið, einhverjar gangtruflanir gert vart við sig en nú hrökk gamli Listerinn í gang og gekk þýðlega þetta kvöldið, því góðtemplararnir Sigurður og Torfi unnu kvöldið nokkuð örugglega með 64,1% skor og þar með Samverkstvímenninginn, þar sem Bjorn stórtemplar frá Húsavík náði sér ekki á strik þetta kvöldið, enda Eyþórslaus og lauk leik á innan við 50% skori.   Þar með missti hann frá sér efsta sætið.

Ţað komust fleiri dísildrekar í gang þetta kvöld eftir að hafa gengið afar illa undanfarið.   Prestakallarnir urðu í 2. sæti með 62,5% skor og þriðju urðu fisksalinn og fisksaladrengurinn með 55,1% skor.

Úrslit í Samverkstvímenningnum urðu þessi, samantalið prósentuskor fjögurra bestu kvöldanna:

1) Sigurður-Torfi                  230,7  

2) Bjorn-Eyþór/Kalli/Maggi    226,3

3) Kristján-Halldór                225,0

Úrslit kvöldsins og spil má sjá hér og öll kvöldin fimm samanlögð hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020  
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing