Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

29.3.2017

Rangćingar -- Listerinn gamli hrökk loks í gang

Sl. þriðjudag lukum við Rangæingar leik í Samverkstvímenningnum og höfðum þá ríslað okkur við það í ein fimm kvöld.  14 pör mættu til leiks.   Heldur höfðu gömlu dísilvélarnar hökt undanfarið, einhverjar gangtruflanir gert vart við sig en nú hrökk gamli Listerinn í gang og gekk þýðlega þetta kvöldið, því góðtemplararnir Sigurður og Torfi unnu kvöldið nokkuð örugglega með 64,1% skor og þar með Samverkstvímenninginn, þar sem Bjorn stórtemplar frá Húsavík náði sér ekki á strik þetta kvöldið, enda Eyþórslaus og lauk leik á innan við 50% skori.   Þar með missti hann frá sér efsta sætið.

Ţað komust fleiri dísildrekar í gang þetta kvöld eftir að hafa gengið afar illa undanfarið.   Prestakallarnir urðu í 2. sæti með 62,5% skor og þriðju urðu fisksalinn og fisksaladrengurinn með 55,1% skor.

Úrslit í Samverkstvímenningnum urðu þessi, samantalið prósentuskor fjögurra bestu kvöldanna:

1) Sigurður-Torfi                  230,7  

2) Bjorn-Eyþór/Kalli/Maggi    226,3

3) Kristján-Halldór                225,0

Úrslit kvöldsins og spil má sjá hér og öll kvöldin fimm samanlögð hér


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing