Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

22.11.2017

Rangćingar -- Formađurinn og trölliđ

Sl. þriðjudag komum við Rangæingar saman til að leika aðra umferð í 5 kvölda Butler.  Lékum 33 spil með þátttöku 12 para. 

Formaðurinn kom til leiks með látum.  Hefur verið fjarri góðu gamni á haustdögum,enda í önnum að undirbúa lambakjötsneyslu landsmanna næsta árið.  Nú er því  verki lokið og landsmönnum þar með ekkert að vanbúnaði að hefja lambakjötsneyslu.   Tottenham tröllið hefur lítið mætt heldur, enda Tottenham gengið óvenju vel það sem af er ári.  Að vísu ekki sl. laugardag en þá tapaði liðið fyrir Arsenal.  Við Tottenhamtröllið erum þó sammála um að það sé ekki óeðlilegt, Tottenham tapar alltaf fyrir Arsenal.  Þetta vita menn.

Ţeir félagar, formaðurinn og tröllið, voru búnir að taka nokkrar upphitunar- og teyjuæfingar, gerðu það á síðasta spilakvöldi fyrir viku síðan.  Nú var upphitun hins vegar lokið og unnu þeir kvöldið með yfirburðum og fengu í sinn hlut 78 impa.   Næstir í mark urðu blómaskreytingarmennirnir frá Bergþórshvoli, Runólfur og Óli með 45 impa.   Þriðju urðu klerkurnn og meðhjálparinn með 37 impa.

Annars erum við Rangæingar óvenju kátir þessa dagana, þó við séum nú alltaf kátir enda hvergi betra að búa og spila en hér í ríki Framsóknarmanna.   Við gerðum góða reisu til Hamborgar sl. vor en nú er sænski sósíaldemókratinn og Volvounnandinn, Svavar víðförli, búinn að raða saman í 30 manna ferð bridgemanna til Helsinki í vor.   Þar ætlum við að spila við þarlenda, drekka  kannski finnskan vodka, skoða borgina, drekka ef til veil meiri finnskan vodka, skoða Sveaborg, drekka hugsanlega enn meiri finnskan vodka og fara loks naktir í gufu.   Förum svo heim 1. maí.

Úrslit og spil má sjá hér og stöðuna eftir tvö kvöld hér.


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2019
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing