Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

3.1.2018

Rangćingar -- Gestakoma

Sl. þriðjudag fengum við Rangæingar góðan gest í heimsókn.   Jón Baldursson heimsótti okkur og var 16. maður í TOPP16 einmenningnum.    Það var einstaklega gaman að fá Jón og hans frú í heimsókn.

Jón kom snemma dags og byrjuðum við á því að skoða sk. Fjóshelli á Ægissíðu við Hellu.   Hellirinn er manngerður og talinn frá tímum Papa.  Síðar var hann notaður sem hlaða en fjósið stóð ofan á hellinum og heyið dregið upp í fjósið á vagni sem gekk eftir teinum sem fengnir voru úr Öskjuhlíðarjárnbrautinni.  Hellirinn var notaður sem hlaða til 1973.   Þaðan lá leið okkar í Neðri-Dal, þar sem rekið er minkabú auk þess sem þar var byggð virkjun árið 2005.   Síðasti viðkomustaður okkar var svo í Stóru-Mörk þar sem rekið er myndarlegt kúabú.   Að því loknu var haldið í náttstað í Moldnúpi þar sem gestum okkar biðu uppbúin rúm á því fallega sveitahóteli.   Húsráðendur þar héldu okkur góða veislu áður en haldið var til spilamennsku.

"Ég hélt alltaf að Sýslumannsfrúin væri smáfríðari" sagði Jón þegar hann settist á móti Sigurði í Varmahlíð í 1. umferð.  

"Hefðir þú ekki gert þetta einhvern veginn svona" sagði frúin og lagði niður blindan eftir að hafa sett Jón í vonlítil 6 hjörtu.   "Jú" sagði Jón og renndi þessu heim, að vísu með dyggilegri aðstoð varnarmanna, sem lögðu sitt af mörkum til verksins....myndarlega.

"Verst að gera gestgjafa mínum þetta" sagði Jón þegar hann fór niður á 5 hjörtum dobluðum með Moldnúpsvertinn sem makker.   "Hann átti þetta nú ekki skilið blessaður drengurinn, enda gat ég unnið spilið".    En Jóni munaði lítið um þetta 0 en vertinum meira.

Svo fór að lokum að Jón vann næsta örugglega með 65,0% skor.   Björninn brosmildi varð annar með 58,9% skor og Sigurður sýslumannsfrú þriðji með 58,3% skor.

Að loknum nætursvefni og góðgjörðum tóku Jón og frú daginn snemma og dagskrá heimsóknarinnar endaði í Lavacenter á Hvolsvelli.

Við Rangæingar þökkum Jóni og Elínu fyrir komuna, auk þess sem gestgjöfum  í Moldnúpi og staðarhöldurum á viðkomustöðum okkar í ferðinni eru færðar bestu þakkir.

Úrslit og spil má sjá hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing