Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

7.3.2018

Rangćingar -- Stórir skór

Ţá er hafin hjá okkur Rangæingum 5 kvölda tvímenningur, Samverkstvímenningurinn.   Okkar elskaði formaður er enn að sóla sig á Tenerife en þar heldur hann upp á sigur sinn og sinna manna í sveitakeppninni, sem er nýlokið.    Taumlaus gleði þar.    

Tottenhamtröllið varð að leita út fyrir landsteinana eftir makker þetta fyrsta kvöld, enda vilja fair, ef nokkrir, leika við Tottenhammenn þessa dagana.  Friðrik er vel að manni, 197 cm. að hæð og vigtar 111 kg., óslægður með haus.   Hann gat eðlilega ekki fengið einhvern minni spámann til að leysa formanninn af.  Fann loks einn á bökkum Ölfusár, á Stóra-Ármóti,  sem honum sýndist henta ágætlega í sætið á móti sér.  Sá átti líka í fullu tré við tommustokk smiðsins og náði auðveldlega lágmarkslengd, 197,5 cm.   Vigtin sprakk hins vegar við vigtunina og því eru ekki til tölur um þyngd bústjórans.  Auðvitað er bagalegt fyrir lesendur að vita hana ekki en búið er að kaupa stærri vigt.

Stórmennin byrjuðu með látum.    Tóku einir 7 spaða í fyrsta spili og leyfðu svo andstæðingunum kurteislega að taka sig einn niður í 4 hjörtum í spili 2.  Fyrstu tvö spilin gáfu þeim 19 stig af 20 mögulegum en andstæðingarnir sátu eftir með 1 stig.  Og hverjir voru andstæðingarnir? Nú, vesalings skrásetjarinn og slátrarinn. Og þar með voru úrslit kvöldsins í raun ráðin.  "Við þurftum lítið meira", sagði Höskuldur og hló hátt. "Gaman að spila við ykkur strákar".  Þeir félagar í stóru skónum enduðu efstir með 57,3% skor.  Næstir inn voru Sigurður og Torfi, með 56,1% skor, sem stór sá á eftir útreiðina í fyrstu umferð.  Jafnir í þriðja og fjórða sæti, Billi og Bjössi og Sigurjón og Siggi, með 54,5% skor.  

Úrslit og spil má sjá hér


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing