Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

14.3.2018

Rangćingar -- Útgjaldabann

Sl. þriðjudag létum við Rangæingar það eftir okkur að spila 2. umferð í Samverkstvímenningnum.   Ekki voru notuð forgefin spil þetta kvöldið enda gjaldkerinn fjarverandi og hafði lagt strangt útgjaldabann á okkur hina meðan hann væri í burtu.  Því þorði enginn að panta spil, né kaupa mjólk út í kaffið, enda meðhjálparinn strangur.  "Þið hafið auðvitað ekkert að gera með rándýr, forgefin spil meðan ég er í burtu".  Því var handgefið að gömlum sið og gekk bara vel.

Presturinn sat þar með uppi meðhjálparalaus og varð að hóa í litla meðhjálparann til að aðstoða sig við spilamennskuna.   Litli meðhjálparinn ætlaði aldrei að koma presti í hempuna, týndi ritningarorðunum og leiddi prestinn ítrekað í ógöngur.  Enduðu þeir síðastir þetta kvöld.  "Þeir síðustu munu verða fyrstir" mælti presturinn og bætti við: "Það er nær ógjörningur að messa án góðs meðhjálpara. Hertu þig nú heim Kristján minn".

Gömul spil, sem búið er að spila áður, virðast henta skrásetjara og Héraðshöfðingjanum betur en þessi nýmóðins tölvugefnu spil.  Alla vega urðu þeir, flestum að óvörum, langefstir þetta kvöld með 67,5% skor.  Efst er í skrásetjara að biðja gjaldkera að framlengja útgjaldabannið svolítið, nema hvað gott væri að fá mjólkurdreitil út í kaffið.   Næstir inn með 53,8% skor voru fisksalarnir fisléttu og þriðju inn urðu öðlingarnir Elli og Kalli.   Elli minn er farinn að heyra  svolítið illa og Kalla gekk illa að ná sambandi við hann yfir borðið. "Heyrir þú til mín Elli minn?"   "Já, ég kom keyrandi" svaraði Elli.   "HEYRIR ÞÚ TIL MÍN ELLI?"   "Nei, nei, við vorum ekki fleiri".   

Úrslit kvöldins má sjá hér og stöðuna eftir tvö kvöld í Samverkstvímenningnum hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2019
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing