Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

21.3.2018

Rangćingar -- Ţađ munar ekkert um einn ás

Sl. þriðjudag lékum við Rangæingar 3ju umferð í Samverkstvímenningnum.  Til leiks mættu 13 pör.

"Best að spyrja um ása" hugsaði Tottenhamtröllið og meldaði 4 lauf við sterkri opnun formannsins á 2 hjörtum í spili 26.   Ég á nokkra svaraði formaðurinn og tröllið taldi á fingrunum.   "Aha, þetta lítur vel út" hugsaði tröllið og spurði um kónga með 4 nt.   Ég á líka nokkra svoleiðis, svaraði formaðurinn.    Tröllið yfirfór talninguna en nú á hinni hendinni.  "Hann á nokkra ása og enn fleiri kónga.  Já, þetta er svona".   7 NT.   Skrásetjari í suður doblaði vongóður.   Héraðshöfðinginn í norður átti út.   "Heyrðu!  Hann á tvo ása og þrjá kónga?" spurði höfðinginn meðan hann velti fyrir sér vænlegu útspili.    "Hva, áttu ekki 3 ása?" spurði tröllið formanninn höstuglega.   "Nei, ég svaraði bara tveimur".   "Nú??  Jæja, það munar ekkert um einn ás".   Héraðshöfðinginn spilaði út tígli og tröllið lagði upp "14 slagir!"   Skrásetjari fór heim með spaðaásinn og geymir hann vel. Vonast til að geta notað hann næst.    Það reyndist því rétt:  Það munar ekkert um einn ás.

Skógabóndinn og Moldnúpsvertinn áttu afleitt fyrsta kvöld í mótinu (43,6% skor).   Mættu því ekki til leiks síðast, voru með töflufund.   Komu tvíefldir til baka og unnu kvöldið næsta auðveldlega með 63,8% skor.   "Hann tekur tilsögn ágætlega" sagði Skógabóndinn að leikslokum, "en er þó óttalegur klaufi á köflum.  Setur okkur í vonlausa samninga sem ekki einu sinni ég get staðið."

Næstir í mark urðu spaðaásseigendurnir Héraðshöfðinginn og stórútgerðarmaðurinn með 56,3% skor og þriðju Runólfur á Bergþórshvoli og Óli Jón með 55,8% skor.   

Úrslit og spil má sjá hér og stöðuna í Samverkstvímenningnum hér

Næsta þriðjudag tökum við frí í Samverkstvímenningum en spilum páskaeggjabarómeter að vanda.


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing