Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

28.3.2018

Rangćingar -- Lengi lifir í gömlum glćđum

Sl. þriðjudag komum við Rangæingar saman að vanda á heimavelli okkar að Heimalandi.   Lékum páskabarómeter með þátttöku 14 para.   Veitt voru verðlaun, páskaegg í anda aðsteðjandi hátíðar, fyrir fyrstu 4 sætin, heiðurssætið og Tottenham sætið.   Allir fengu að auki lítil páskaegg, svona til að maula með kaffinu.

"Lengi lifir í gömlum glæðum" sagði Sýslumannsfrúin stundarhátt og strauk munúðarfullt mestu vætuna af innanverðum lærunum.   En klaufi gat ég verið að hella svona yfir mig kaffinu.  Góður málsháttur sem ég fékk þarna úr egginu mínu".

Hart var barist um páskaeggin, enda stækkandi eftir sætum.    Heiðurssætinu náðu af miklu öryggi, ungliðarnir og minkabanarnir í Neðra-Dal, með 34,5% skor.  Þeir fengu ekki teljandi samkeppni um páskaeggin, helst að prestakallarnir ógnuðu þeim að einhverju ráði en náðu ekki neðar en 40,2% skori.   "Æ æ æ, samt spilaði ég eins og Maradona í fyrstu setunni" sagði klerkurinn þegar úrslit lágu fyrir.  "Tók þá tvær slemmur"   Þeir voru einir í þessum slemmum enda vopnaðir Prestasjón sagnkerfinu.   Fá sagnkerfi standast því kerfi snúning.   Það duga heldur engin meðaljónasagnkerfi til að finna og greina vinningslíkur í 6 hjörtum, sem byggja á útspili frá laufakóng  fimmta, spaðaás réttum fyrir trompsvíningu og loks að spaðagosa falli þriðji af átta spilum úti. Vínarkerfið ræður illa við þetta.    Ekki heldur til að finna 6 grönd, sem byggja á að ekki komi út tígull, laufdrottningin sé til friðs og komi önnur, með sex spil úti í litnum og að auki J10 blönkum í spaða með átta spaða úti.  En meira þurfti nú ekki að ganga upp og þeir þeir rennndu þessum slemmum í hús, einir í salnum.  En þá var Maradona líka farinn, líklega heim að fá sér, og Alexis Sanchez tekinn við.   Eftir það gekk fátt upp.

"Það er unun að spila við kallinn" sagði Svavar Hauksson þegar þrjár setur voru búnar.  Ekki skrýtið þó Svavar væri kátur með Árnesinginn, þeir voru með 72% skor á þeim tímapunkti. En skjótt skipast veður í lofti.  "Það er ekki nokkur leið að spila við kallinn" sagði Svavar þegar fimm setur voru búnar og þeir signir niður í 6. sæti. "Hann er búinn að láta mig gefa tvö geim".   Þeir enduðu svo í fjórða sæti með 53,3% skor.  Páskaegg fyrir þá.

Ţriðju urðu dansfélagarnir Svavar Ólafsson og Jói rokk.  Dönsuðu léttan skottís upp í 54,5% skor. Stærri páskaegg fyrir þá.

Í öðru sæti urðu flokksbræðurnir og frændurnir frá Bergþórshvoli, Runólfur og Örn, með 59,2% skor.  Myndarleg páskaegg fyrir þá.

Sigurvegarar urðu svo Héraðshöfðinginn og smáútgerðarmaðurinn með 61,3% skor.  Glæsileg páskaegg fyrir þá.

Nú styttist óðara í Finnlandsför okkar Rangæinga, þar sem við ætlum að leika okkur svolítið við kollega okkar í spillonibriddsarri í Helsinki.   Án efa verður finnskur vodki, messuvín þarlendra, eitlítið bragðaður og farið í finnskt sauna í finnskum sundfötum.  

Úrslit og spil má sjá hér


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing