Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

31.10.2018

Rangćingar -- Ţjálfarinn

Sl. þriðjudag komum við Rangæingar saman á Heimalandi að vanda.  Það var gaman.  Til leiks mættu 11 pör.

Eftir að hafa sleppt óþarfa upphitunum í haust mættu Moldnúpsvertinn og Skógabóndinn öflugir til leiks.  "Þú þarft að æfa þig drengur" sagði Skógabóndinn í við Jóa í haust. "Ég þarf hins vegar enga æfingu og má auk þess heldur ekkert vera að því að þjálfa þig, svona í miðri sláturtíðinni" hélt bóndinn áfram.   "Ég hringi í aldinn meistara á Selfossi og kem þér í þjálfun hjá honum, hann gerir það fyrir mig karlinn að undirbúa þig þannig að þú verðir liðtækur".   

Og Jói var sendur í vist á Selfoss.   Þar tók Garðar Garðarsson við drengnum og við tóku þrotlausar æfingar. Garðar fór með drenginn á öll möguleg spilakvöld á Selfossi.   Þeir fóru í framsóknarvist, spiluðu Hornafjarðarmanna og loks tók við lokaundirbúningurinn, þriggja kvölda keppni hjá Bridgefélagi Selfoss.    Þar kom berlega í ljós að Garðar er lipur kennari, enda léttur á velli.   Þeir unnu keppnina "Meira get ég ekki kennt þér góurinn. Þú ert útskrifaður úr akademíunni minni" sagði Garðar í kveðjuskyni og sendi Jóa heim með rútunni.  ´

Ljóst var strax í fyrstu umferðunum í gær að námið hafði tekist vel.  Þeir voru á og við toppinn allt kvöldið peyjarnir og enduðu í öðru sæti með 66,3% skor, sjónarmun á eftir Héraðshöfðingjanum og Strandamanninum, sem voru með 66,7% skor.

Ţriðju í mark urðu svo Elli og Kalli, þeir góðu drengir, með 52,5% skor.  

Tímapantanir hjá Garðari eru á netfanginu:  bestikennarinn@langbestikennarinn.is

Svo er nóg komið af þessum eiflífðarupphitunum.  Næst er ölkvöld, barometer, með verðlaunum í öllum flokkum. 

Úrslit og spil má sjá hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing