Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Ķslands - Fara į forsķšu

Félög

7.11.2018

Rangęingar -- Annaš er betra

Eftir endalausar upphitanir var loksins komið að alvörunni sl. þriðjudag á Heimalandi.  Gjaldkerinn dró upp veskið og gaukaði að spilastjóra nokkrum bjórum, sem hann hafði fengið á góðu verði í einhverri nauðþurftabúð. Sendingunni fylgdi óskilyrt heimild til útdeilingar. Keppt var í fjölmörgum flokkum og allir fengu eitthvað því fallegt, mismikið þó.

M.a. unnu vinnumennirnir úr Varmahlíð flokk andans manna, með 45,4% skor.  Báðir eru þeir einkar ljóðelskir og óvenju bókhneigðir.   

Nýliðaflokkinn unnu virkjanasinnarnir og feðgarnir úr Neðra-Dal, með 42,9% skor.  Þeir hafa raunar unnið þennan flokk síðustu 10 ár.   

Flokk framsóknarmanna vann okkar ástsæli formaður með Friðrik litla með sér, með 46,1% skor.  

Enginn mætti hins vegar til leiks í flokki íhaldspunga, þar sem Ægissíðugoðinn mætti ekki.   Öðrum er ekki til að dreifa í þeim flokki eftir að presturinn sagði sig úr flokknum og slátrarinn flutti austur undir Moskvu.

Žrátt fyrir að leggja sig nokkuð fram við að vinna bara alls ekki, urðu Strandamaðurinn staurblanki, enda útgerðarmaður þjakaður af veiðigjöldum, og Héraðshöfðinn efstir með 61,1% skor.   Kom það mörgum skemmtilega á óvart og ekki síst skrásetjara sjálfum, enda lögðum við okkur í framkróka um að verða ekki efstir.  Eða alla vega var spilamennskan þannig.   Í refsingarskyni, fyrir lélega spilamennsku á köflum, var beitt dagsektum.  Einn bjór af fjórum var dreginn af hvorum og millifærður niður í sæti 2.  Þar sátu líka menn sem áttu góð verðlaun skilið, Ellinn og Kallinn með 60,4% skor.  Þeir fengu 4 bjóra hvor að launum fyrir góða frammistöðu.  Að vísu er talið líklegt að það taki þá eitthvað fram á árið 2020  gera verðlaunafénu skil.   Þriðju í mark, fisléttir á fæti, urðu svo Dúason hinn digri og Brynjólfur gestur Gestsson úr Fljótavík með 58,9% skor.

Śrslit og spil má sjá hér


Višburšadagatal

Engin skrįšur višburšur framundan.

Hverjir spila ķ dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olķs

Slóš:

Félög

Myndir


Auglżsing