Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

17.1.2019

Rangćingar -- Sveitakeppnin hafin

Sl. þriðjudag hófum við Rangæingar sveitakeppni félagsins.   Til leiks skráðu sig 12 pör og raðar spilastjóri pörum niður í sveitir með það að markmiði að gera þær sem jafnastar að getu.   Til þess er beitt hávísindalegum aðferðum, þar sem tekið er tillit til árangurs para sl. ár.  Eina sem öruggt er að sveitir verða ekki eins á milli ára.  Butlerárangri para er  líka gert sérstaklega hátt undir höfði og hann verðlaunaður myndarlega að vori.

Hirðskáldið okkar, sundlaugarvörðurinn spengilegi, leiðir sveitina Óðmenn.  Óðmenn byrjuðu sem óðir menn og lögðu Þursaflokkinn, sem Tottenhamtröllið leiðir, næsta örugglega 16,17-3,83.   Óðmenn tóku þar með forystuna í sveitakeppninni og hefur skáldið ort óð af minna tilefni.

Hinir leikirnir voru jafnari.  Hjalti og Logi, skipta  með sér formennsku í sveit HLH-flokksins sem vann Lónlí blú bojs, sem uppgjafasjálfstæðismaðurinn veitir forstöðu, 12,76-7,24.  

Sigurður Jakob, sem til skamms tíma var sýslumannsfrú í Varmahlíð og stóð þar fyrir einkar myndarlegu heimili, þykir með þokkafyllri og nettari mönnum.  Helst að Sigurjón, makker hans, nái í hælana á honum hvað þokka varðar. Þeir tefla  því fram sveitinni Sykurmolunum sem mörðu Stuðmenn 10,24-9,76.   Stuðmenn breyttu reyndar nafni sínu í gær í YES, enda leiðir Svavar sem þekktur er fyrir sín þrumuJESS, sveitina. 

Úrlit leikja og stöðuna í sveitakeppninni sjá menn hér

Butler úr fyrri hálfleik er hér og úr þeim seinni hér


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing