Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

23.1.2019

Rangćingar -- Riddarar götunnar

Sl. þriðjudag komum við Rangæingar enn saman á heimavelli okkar að Heimalandi.  Nú lékum við 2. umferð í sveitakeppninni.   HLH-flokkurinn heimti varaformann sinn úr Asíuferðinni en hann við æfingar á Filippseyjum sl. 4 vikur.   Í tilefni af því bauð flokkurinn Þursaflokknum til veislu.    Þursaflokkurinn lagði hins vegar til veislukostinn og uppskar því aðeins 1,90 stig á móti 18,10 stigum HLH.   

Óðmenn létu s.s. ekki deigan síga heldur og skelltu YES 14,63-5,37.   Sykurmolarnir undan Eyjafjöllum lögðu Lónlí blú bojs 11,14-8,86.

Eins og áður hefur komið fram raðar spilastjóri í sveitir og markmiðið er að þær séu sem jafnastar.   Ef marka má stöðuna eftir tvær umferðir hefur ekki tekist vel til við verkið, og þó, sumar sveitir eru jafnari en aðrar.  HLH, riddarar götunnar, leiða með 30,86 stig.  Sjónarmun á eftir eru svo Óðmenn með 30,80.   Þessar sveitir eru auðvitað mjög jafnar.

Aðeins ójafnari eru svo Sykurmolarnir með 21,68 stig.    Lónlí blú bojs eru komnir með 16,10 stig en hafa ekki unnið leik enn eða eins og forseti sveitarinnar sagði þegar úrslitin lágu fyrir: "Ég verð alveg kyrr og ég vinn ekkert fyrr..........."

Rétt á eftir koma YES-ararnir með 15,10.   Lestina rekur svo Þursaflokkurinn en af alkunnri tillitssemi og nærgætni skrásetjara er stigafjöldinn ekki nefndur hér.   En við Þursaflokkinn skal þó sagt: "Ykkur vil ég óska góðs, ekk´ er mér það bannað......."

Úrslit leikja og stöðuna í sveitakeppninni má sjá hér

Spil og butler og fyrri hálfleik hér og úr þeim seinni hér.

Staðan í Butlernum er svo hér 


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing