Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

20.2.2019

Rangćingar -- Međ nesti og nýja skó

Sl. þriðjudag réðust úrslitin í sveitakeppninni, þegar leikin var 5. og síðasta umferð mótsins.  

Toppsveitirnar tvær gátu báðar unnið, ef þeir næðu sínu besta og keppinauturinn misstigi sig í sínum leik.  Svo fór að hvorug sveitin náði sínu besta, misstigu sig báðar og önnur illilega.

HLH-flokkurinn mætti YES-mönnum og fótbrotnaði eiginlega.  Tapaði leiknum illa, eða 15-5.  Á næsta borði sátu Óðmenn og öttu kappi við fallkandidatana í sveit Sykurmolanna.    Óðmenn náðu að vísu í 11 stig, gegn 9 Sykurmolanna en það dugði þeim ekki. HLH fagnaði toppsætinu að leikslokum, með tæp 4 stig í forskot á Óðmenn.  "Það er bara ekki gott að spila svona utan sveitar" sagði ættfaðirnn í Neðra-Dal og formaður HLH-flokksins, vígamóður að leikslokum, "enda ekkert hægt að virkja hér".  Í gærkvöldi var nefnilega spilað í Gunnarshólma í A-Landeyjahreppi hinum forna en ekki á heimavelli okkar að Heimalandi í V-Eyjafjallahreppi hinum forna en V-Eyjafjallahreppur er einmitt heimasveit þeirra Neðra-Dals feðga.  "Fer sjaldan með drenginn út fyrir hreppamörkin og hann er bara ekki vanur svona útstáelsi. Bitnaði á spilamennsku drengsins.  En þetta slapp".

Ţursalaus þursaflokkurinn átti endasprett mótsins.  Höfðu vermt botnsætið allt mótið og á stundum næsta örugglega.   En það breyttist í gær þegar þeir tóku Lónlí blú bojs á hné sér og rassskelltu með 16 stigum en hnípnir og einmana röltu sjálfstæðismennnirnir heim með 4 stig.   Við sigurinn vippaði Þursaflokkurinn sér upp í 3ja sæti mótsins.  "Þetta eru alltof stutt mót" sagði Tottenhamtröllið en sveitin fékk 31 stig af sínum 44 í síðustu tveimur umferðunum. 

Úrslit sveitakeppninnar má sjá hér

Butler og spil úr fyrri hálfleik hér og þeim seinni hér.   Úrslitin í Butlernum, sem verðlaunaður verður sérstaklega, eru svo hér

Næsta þriðjudag er ölkvöld.  28 spila barometer og verðlaun verða veitt í öllum flokkum.


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing