Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

20.3.2019

Rangćingar -- Utanbćjarmenn

Sl. þriðjudag flykkumst við Rangæingar á Heimaland til að leika 3ju umferð í Samverkstvímenningnum.  Til leiks mættu 12 pör.

Bestir, eins og svo oft áður, voru Sigurður Skógabóndi og Jói nýbúi á Selfossi, með 63,0% skor.   Næstir inn urðu Björn berserkur og Billi Selfyssingur með  60,9% skor og þriðju Sigurjón Pálsson og Garðar Selfyssingur með 56,7% skor.    Þetta kvöld fór því ekki sérlega vel fyrir okkur Rangæinga og sér töluvert á stolti okkar. Talið er að utanbæjarmenn hafi verið að verki.

Garðar leysti einmitt Sýslumannsfrúna af og gerði það vel.   Frúin var óvænt kölluð aftur til Færeyja, í þetta sinn á vegum biblíuskóla Þórshafnar, til að flytja erindi á ráðstefnu á vegum skólans.  Því eins og menn, og fjölmargar konur, vita er nafni afar bókhneigður og sérstaklega vel lesinn í biblíusögunum.   Eðlilega flytur nafni erindi sín á dönsku og hefst fyrsta erindið einmitt á orðunum "Det var brændevin í flasken da vi kom......"

Úrslit og spil má sjá hér og stöðuna í Samverkstvímenningnum eftir 3 kvöld af 5 hér. 


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Bridgedeild Breiðfirðinga ,Spilað er öll sunnudagskvöld og hefst spilamennska kl. 18:30.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing