Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

3.4.2019

Rangćingar -- Rétt blöndun

Sl. þriðjudag lukum við Rangæingar við Samverkstvímenninginn, þegar við lékum fimmta og síðasta kvöldið með þátttöku 13 para.   Fjögur bestu kvöldin af fimm telja til úrslita.

Skrásetjari, sem gamall handlangari í múrverki, þekkir að múrlögun verður ekki góð nema hæfilegt magn sé af íblöndunarefni, sem hét semplast upp úr miðri síðustu öld og heitir kannski enn.   Þetta þekkja líka sigurvegarar kvöldsins, enda hafa báðir sérhæft sig í endurvinnslu neftóbaks, með því að setja í það hæfilegt magn af íblöndunarefni.  Lögunin var líka fyrirtak og þeir héldu upp á þessa vel heppnuðu blöndu með því að taka 62,5% skor, orðnir bara kátir.  "Til hamingju Svavar", sagði Svavar og klappaði Svavari á bakið.   Svavar svaraði um hæl "Þakka þér sömuleiðis Svavar".  

Næstir inn komu svo Tottenhamtröllið, nokkuð beygt eftir dapurt gengi sinna manna undanfarið, ásamt formanninum sem tók sér frí kvöldið áður, vegna þátttöku sinnar á þjóðdansahátíð í Þorlákshöfn.   Þeir bræður voru með 57,9% skor.  Þriðju inn, síungir og sællegir, komu svo í þýðum gangi Elli og Kalli með 55,4% skor.    Aðrir fengu minna og verðskuldar sá árangur ekki að verða tíundaður.

Ţó bar það til tíðinda um mitt kvöld að fjarvera meðhjálparans Mikkelsen í vetur skýrðist nokkuð.   Við samflokksmenn hans í Rangárþingi töldum hann hafa haft vetursetu í Grundarfirði, snjóað þar inni þegar vetur lagðist að.  Svo reyndist hreint ekki vera, heldur kom fram í gær frétt á íþróttasíðu mbl.is, þess efnis að Mikkelsen hefði samið við Breiðablik og muni leika með þeim næstu þrjú árin.

Mikk­el­sen samdi við Blika til þriggja ára

Að vísu koma knattspyrnuhæfileikar Mikkelsens okkur ekki alls kostar á óvart enda hefur hann lengi leikið með prestinum okkar, séra Halldóri.   Halldór sjálfur lék lengst af á hægri kantinum og átti ófáar gullsendingar á samherja sína, misöfluga framlínumenn.  Hann færði sig yfir á vinstri kantinn fyrir nokkrum árum og lék þar um tíma í stöðu vinstri bakvarðar.  Hann þótti í senn sókndjarfur og harður í horn að taka varnarlega.   Hann var þó ekki alls kostar sáttur við miðherjaparið, sem náði ekki vel saman.  Því hefur Halldór nú enn skipt um félag, fært sig inn á miðjuna og leikur þar stöðu djúps miðjumanns  og þykir sem slíkur styðja vel við sóknina, ásamt því að hjálpa vörninni með gríðarlegri vinnusemi.   Eigi mun af veita, enda félagið neðarlega í deildinni, eins og sakir standa nú. 

Annars fór tvímenningurinn bara vel.   Trekantsparið Bjössi, Billi og Gísli sigruðu með 259,5 stig, enda má enginn við margnum.  Í öðru sæti varð hannyrðadúetinn Siggi og Jói með 226,5 stig, enda eru prjónarnir aldrei langt undan.   Þriðju inn komu svo Sigurður og Torfi með 221,8 stig og þótti mesta furða að þeir kæmu yfirleitt inn.

Úrslit og spil má sjá hér

Úrslit í Samverkstvímenningnum með öllum kvöldum töldum til gamans hér 


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing