Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

17.4.2019

Rangćingar -- Ţéttir

Sl. þriðjudag lukum við Rangæingar formlegu vetrarstarfi okkar.  Lékum þá páskabarómeter með myndarlegum páskaeggjaverðlaunum, sem gefin voru af Krappa ehf.   Einungis mættu 9 pör til leiks, samanborið við 14 pör þriðjudaginn áður.   Skýringuna á fækkuninni má hugsanlega rekja til þess að þá var ölkvöld og bjór í boði fyrir öll sæti þá.  Svo kann ketóæðið að spila inn í en þó er það heldur ólíklegt, svona þegar litið er yfir hópinn.

Sigurvegarar kvöldsins voru þéttir, líka á velli.  Skógabóndinn og vertinn spiluðu vel og uppskáru 66,7% skor.  Næstir inn voru spútnikpar vetrarins, Elli og Kalli með 60,4%.   "Af hverju spurðir þú ekki um ása á 4 laufum drengur" sagði Kalli meðan Elli var að leggja upp, eftir að hafa lyft 3 hjörtum í 4.   Út kom lauf upp á ás, tígull til baka gegnum kóng og slétt staðið.  "Vel gert Elli minn" sagði Kalli.

Ţriðji inn kom svo áhugaútgerðarmaðurinn með afleysingamann úr Árnesþingi.   Þeir nurluðu saman 59,0% skori.

Lokakvöld með verðlaunaafhendingu og ölverðlaunum verður svo að vanda síðasta vetrardag.  Þá er einkar vel séð að menn hafi með sér nesti.

Formaður ferðanefndar klúbbsins kynnti okkur stöðu mála en klúbburinn hyggur á ferð til Póllands að ári.

Úrslit og spil má sjá hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing