Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Ķslands - Fara į forsķšu

Félög

25.4.2019

Rangęingar -- Öl eša kaffi?

Síðasta miðvikudag lukum við Rangæingar endanlega vetrarstarfi okkar með verðlaunaafhendingum fyrir veturinn og laufléttum ölbarómeter.    Af verðlaunaafhendingunni er það helst að frétta að einhverjir unnu þetta og aðrir hitt og lýkur þar með frásögn af henni.

Til leiks í ölbarómeterinn mættu 13 pör.   Þetta kvöld mega menn hafa með sér nesti, enda ætlunin að gera sér dagamun að loknu vetrarstarfi.   Áfengið fer auðvitað svona og svona í menn.  Trúlega munu Fisksalinn og glerlistamaðurinn segja sögu sína af þessu kvöldi, haldi þeir einhvern tíma erindi um skaðsemi áfengis.   Þeir byrjuðu með látum og voru með 75% skor eftir fyrstu umferð.   Svo fór þorstinn að sækja nokkuð á og áfengismagnið stighækkaði í blóðinu. Stigaskorið á blaðinu lækkaði á móti í ágætum takti við blóðþynningarlyfið, því með hverjum bjór lækkaði stigaskorið um 5,5 prósentustig og enduðu þeir með 47,5% skor.

Sigfinnur drakk líka þetta kvöld, en bara kaffi.   Hann gæti líka haldið ámóta erindi um gagnsemi kaffis umfram áfengi enda tókst honum að halda Garðari frá ölinu líka.  "Garðar, þú drekkur bara eftir á.  Hér erum við komnir með fjárhagslegan ávinning að leiðarljósi drengur minn."   Þeir fóru enda heim með stærsta pottinn.  Garðar keyrði.   Skor þeirra var 63,9%.  "Kaffið er gott hérna" sagði Sigfinnur.

Žriðju í mark, samsíða skipstjóranum og eftirlaunaslátraranum en með sigur í innbyrðis viðureign, komu svo Billinn og Bjössinn með 56,8% skor.  "Já, það....., nennti nú ekki þessu bindindisbulli" sagði Billinn og bætti aðeins á sig og nærstadda úr Jagermeisterpyttlunni.  

Inn á milli skutu sér Skógabóndinn og Moldnúpsvertinn með 59,6% skor.   "Náði að halda guttanum frá ölinu, þó erfitt væri" sagði Skógabóndinn og tók við næststærsta ölpottinum.  "Gef honum kleinu þegar við komum heim.  Hann á það skilið".

Of ofantöldu má ljóst vera að ölþyrstir aðkomumenn tóku lungann af verðlaunapottinum en þó fengu allir sinn skerf af honum, eins og vera ber.

Žá er vetrarstarfi okkar Rangæinga endanlega lokið nema hvað ferðanefndin er störfum hlaðin við að undirbúa ferð félagsins til Kraká að ári.   Nefndin er hins vegar afar vel mönnuð en hana skipa: Dr. Svavar Hauksson, séra Svavar Hauksson og Svavar Hauksson.   Formaður nefndarinnar gat því miður ekki verið með á lokakvöldinu þar sem hann er staddur erlendis.  Okkur þykir líklegt að hann sé einmitt í Kraká að kynna sér loftslag á þessum árstíma, prófa veitingastaði, finna spilastað, skipuleggja akstur og reyna hótelrúm. 

Félagsmönnum og gestum okkar við spilaborðið í vetur óskum við gleðilegs sumars og þökkum fyrir skemmtilegan vetur sem kvaddi í gær og var troðið kyrfilega í tómar öldósir.

Śrslit og spil má sjá hér


Višburšadagatal


Hverjir spila ķ dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olķs

Slóš:

Félög

Myndir


Auglżsing