Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

9.10.2019

Rangćingar - Í heimasveit er best

Sl. þriðjudag hófum við Rangæingar leik, í þetta sinn í Gunnarshólma þar sem félag nútímafimleikamanna var við æfingar á Heimalandi með borða sína og hringi.   Mætingin var heldur þunn eða 7 pör.   Líkleg skýring er talin sú að smalar séu enn á fjalli, enda alkunna að Suðurlandið er vandleitað.    Við vonumst þó eftir því að verulega rætist úr áður en október er allur.

"Hér er best að spila, í minni heimasveit" sagði baróninn á Bergþórshvoli, kampakátur að leikslokum.   "Ekki rétt Óli minn, loftslagið hér gerir okkur gott?", bætti hann við og klappaði Óla sínum á bakið.    Þeir fóstbræður urðu enda efstir með 65,6% skor.  Vel gert, þó á heimavelli sé. 

"Tek undir með baróninum, hér í Gunnarshólma er gott að vera" sagði Kanastaðabóndinn og strauk Erni sínum um kollvikin.  Þeirra hlutur í skorinu varð 58,3% og 2. sætið.

"Kann betur við mig út af Grindavík.  Þar eru fengsæl mið.  Hér í Landeyjum hefur aldrei fengist bein, nema kannski einstaka háfur og ég fer nú ekki í stígvél eingöngu til að sækja það ómeti" rumdi í Gísla trillukarli en þeir trillukarlarnir urðu að gera sér 57,3% aflahlut að góðu, sem nægði þó í 3. sætið.

Úrslit og spil má sjá hér


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020  
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing