Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

16.10.2019

Rangćingar - Hér fiskast

Sl. þriðjudag máttum við Rangæingar koma heim á Heimaland og vorum ekki hafðir úti eins og þriðjudagskvöldið áður, þegar við leituðum skjóls í Gunnarshólma.    Mætingin er að glæðast og vantar nú helst fallega fólkið, hinir eru að mestu komnir.   Til leiks mættu 9 pör.

"Já, eðlilegt. Ég hef alltaf fiskað vel ef ég fer bara austur fyrir Vestmannaeyjar" glumdi í Gísla trillukarli, þegar hann leit yfir úrsltin.  "Dró einu sinni rúm tvö tonn í kantinum austan við Eyjar, á handsnúna rúllu og snærisspotta sem einhver hafði gleymt um borð.   Þurfti ekkert meir".  Kvótakóngarnir drógu líka vel á Heimalandi, vigtaði 68,1% hjá þeim.   

Næstir inn komu fimleikastjörnurnar Bjössi og Eyþór, með 52,8% skor.   Jafnir þeim en með tapaða innbyrðis viðureign komu svo Selfyssingarnir Garðar og Billi.   "Við ætluðum sko að koma síðast" upplýsti Billi.   "En ég asnaðist til að láta drenginn keyra.   Mér rann í brjóst  í framsætinu og vaknaði ekki fyrr en við vorum komnir upp á Flúðir.  Heldurðu ekki að náttblindur drengurinn hafi í ógáti beygt upp Skeiðin!  En það vildi okkur þó til happs að þeir spila líka á Flúðum á þriðjudögum, svo við spiluðum bara þar.  En ég held að ég láti hann ekki keyra aftur".

Úrslit og spil má sjá hér


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing