Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

27.11.2019

Rangćingar -- Kempurnar

Sl. þriðjudag héldum við Rangæingar á Heimaland, enda ekkert óvenjulegt á þriðjudagskvöldi að vetri til.  Leikin var 3ja umferð í 5 kvölda Butler.  12 pör mættu til leiks.

"Hann er ungur drengurinn og getur þetta vel.  Skárra væri það nú að hann gæti setið sæmilega á afturendanum í kvöld, þó hann hafi hlaupið uppi folald  fyrr í dag. Ég hljóp þau nú mörg uppi þegar ég var á hans aldri".  Kalla fannst ekki mikið til koma, enda Elli rétt sjötugur.  "Nýfermdur drengurinn" bætti Kalli við.  Þeir voru í stuði guttarnir, Kalli á Grund og Elli á Arnarhóli.  Tóku í hús 81 stykki af ilmandi Impum.   Margir lögðu sitt af mörkum við fóðuröflunina, m.a. skipstjórarnir tveir sem urðu að játa sig sigraða en komu þó inn með 60 impa í 2. sæti.

3ja sæti deildu Billarnir með Sigga í Varmahlíð og Sigurjóni húsmanni, bæði pör náðu í 23 impa.  Varmahlíðarvinirnir höfðu þó betur í innbyrðis viðureign.  Fyrsta skipti í vetur sem þeir vinirnir komast á verðlaunapall.  "Þakka árangurinn í kvöld góðum undirbúningi" sagði Siggi, sem kom að spilaborðinu beint úr Ameríkuflugi.  Þar ók hann eina 7.000 kílómetra sér til undirbúnings áður en hann flaug heim aftur.  "Það gerði mér svo gott að líða  frjáls í limósínu um lendur flokksbróður míns.  Svo veitti honum ekkert af stuðningi mínum, það styttist jú í kosningar".

Úrslit og spil má sjá hér

Staðan í Butlernum er svo hér


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing