Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

28.12.2019

Rangćingar -- Úrslit í jólamóti

Jólamót Bridgefélags Rangæinga var haldið í Hvolnum á Hvolsvelli þann 28. desember.  Til leiks mættu 16 pör og spiluð voru 44 spil.

Hart var barist sem fyrrum hér í Rangárþingi en það fór eins fyrir okkur heimamönnum og Gunnari og Njáli forðum.  Vorum ofurliði bornir af aðkomumönnum.

Sigurvegarar urðu Billi og Sigurður Björgvin með 58,4% skor.  "Engin tíðindi, vanur að vinna þetta mót" sagði Billi.   Næstir inn urðu Garðar og Sigfinnur með 55,9% skor.   Þriðju í mark, á bara góðum tíma eftir aldri, Björn bóndi og Þröstur með 54,4% skor.

Veitt voru myndarleg verðlaun fyrir 4 efstu sætin og restin af þátttakendum var svo dregin úr skorkortum, svo allir fengu eitthvað.   Að góðum sveitasið var allt það besta sem til var í búrinu dregið fram í tilefni af gestakomunni.  Vel var því veitt af kræsingunum í leikhléi.  

Úrslit og spil má sjá hér


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
Bf. Akraness  kl. 19:30 - Kirkjubraut 40

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing