Félög
8.4.2020
Sveinn Rúnar og Guðmundur Snorra unnu BBO-Butler BR
Fjögurra kvölda BBO-Butlertvímenningi Bridgefélags Reykjavíkur lauk í gærkvöldi. Keppnin var geysivinsæl og vel sótt og sem dæmi var spilað á 19 borðum í seinna mótinu í gær en BBO-vefurinn hafði vegna gífurlegs álags sett þak við 20 borð. Fyrra mótið þurti að stofna þrisvar því það krassaði í fyrri tvö skiptin.
Verðlaun mótsins eru. 1. sæti. 12 þús. 2. sæti 8 þús. og 3. sæti 6 þús.
En þrjú efstur pör urðu; 1. Sveinn Rúnar Eiríksson-Guðmundur Snorrason 2. Harpa Fold Ingólfsdóttir-María Haraldsdóttir og 3. Hrannar Erlingsson-Sverrir G Kristinsson.
Bridgefélag Reykjavíkur þakkar kærlega fyrir þátttökuna og einnig fyrir hvað þið voruð viljug til að leggja inn þátttökugjaldið.
Viðburðadagatal
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bridgefélag Reykjavíkur. Síðumúla 37. Byrjar kl 19:00
Bf. Akureyrar, Skipagata 14, 4.hæð kl. 19:00
Bridgefélag Rangæinga, Heimalandi, kl. 19:30
Bf. Hrunamanna, Flúðir kl. 19:30