Félög
1.11.2006
BR - Garðar og vélar með góðan endasprett í Swiss sveitakeppni
Þriggja kvölda Swiss monrad sveitakeppni lauk þriðjudaginn 31.október. Eykt og Garðar og vélar voru vel efstar fyrir kvöldið og svo fór að þessar sveitir spiluðu saman allt síðasta kvöldið! Eykt þurfti að vinna síðasta leikinn með a.m.k. 7 impum til að vinna mótið en Garðar og vélar sigraði 27-7 í impum eða 8-0 og fengu því stærstu ostakörfurnar. Í sveit Garða og véla spiluðu Símon Símonarson, Rúnar Magnússon, Kristján Blöndal, Ómar Olgeirsson, Ísak Örn Sigurðsson og Páll Bergsson. Undirfot.is átti góðan endasprett og enduðu með jafn mörg stig og Eykt. Þar sem Aðalsteinn Jörgensen dróg lauftvist og þar með ómögulegt fyrir Björgvin Má að draga lægra spil var Undirföt.is í öðru sæti í mótinu.
Lokastaðan:
1. Garðar og vélar 71
2. Undirfot.is 60
3. Eykt 60
4. Garðsapótek 57
4 Sölufélag Garðyrkjumanna 57
6. Esja Kjötvinnsla 55
1. Garðar og vélar: Ómar Olgeirsson, Kristján Blöndal, Rúnar Magnússon,
Símon Símonarson ásamt Helga Bogasyni formanni BR. Einnig spiluðu í sveitinni
Ísak Örn Sigurðsson og Páll Bergsson.
2. Undirföt.is: Hlynur Garðarsson, Kjartan Ásmundsson, Björgvin Már Kristinsson,
Sverrir G. Kristinsson og Helgebo.
3. Eykt: Sverrir Ármannsson, Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen,
Sigurbjörn Haraldsson og Helgebo. Einnig spiluðu í sveitinni Jón Baldursson
og Ásmundur Pálsson
Minnt er á næstu keppni Bridgefélags Reykjavíkur sem hefst þriðjudaginn 7.nóvember,
þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Alltaf eins kvölds tvímenningar á föstudögum.
Spilamennska hefst kl. 19:00 í Síðumúla 37. Nánar á bridge.is/br.
Viðburðadagatal
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bridgedeild Breiðfirðinga ,Spilað er öll sunnudagskvöld og hefst spilamennska kl. 18:30.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.