Félög
21.2.2007
Miðvikudagsklúburinn: Guðrún Jörgensen og Guðlaugur unnu gjafabréf á Lauga-Ás
Guðrún Jörgensen og Guðlaugur Sveinsson unnu kvöldið með 1 stigi meira en Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson. Guðrún og Guðlaugur unnu sér inn gjafabréf á Lauga-Ás og Magnús og Halldór fengu gjafabréf hjá SS. Unnar Atli og Jón Viðar voru dregnir út og fengu nýlagaðan lakkrís frá lakkrísgerðinni Sambó.
Guðlaugur Sveinsson er hæstur karlmanna í bronsstigakeppninni og Hrafnhildur Skúladóttir leiðir keppni kvenmanna. Hæsti spilari í hvorum flokki fær gjafabréf hjá Sævari Karli.
Viðburðadagatal
Engin skráður viðburður framundan.