Félög
23.2.2007
Aðalsveitakeppni BR hefst næsta þriðjudag
Næsta þriðjudag, 27. febrúar, hefst 5 kvölda aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur. Spilaðir verða tveir 16 spila leikir á kvöldi. Spilað er að venju í Síðumúla 37 og hefst spilamennska kl. 19:00.
Minnt er á að 24 bronsstigahæstu spilurum BR yfir veturinn verður boðið í veglegan einmenning í vor. Hægt er að moka inn ansi mikið af bronsstigum í aðalsveitakeppninni svo ekki þarf að örvænta þó menn séu ekki ennþá inni á topp 24.
Sveitir eru hvattar til að skrá sig fyrirfram á keppnisstjori@bridgefelag.is. Einnig er hægt að skrá á staðnum en betra að mæta tímanlega. Sjá nánar á bridge.is/br.
Viðburðadagatal
Engin skráður viðburður framundan.
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði