Félög
10.5.2007
Topp 16 einmenningur B.A. og aðalfundur
Topp 16 einmenningur B.A.
Síðastliðinn þriðjudag fór fram einmenningur þar sem þeir 16 spilarar reyndu með sér sem flest bronsstig höfðu fengið um veturinn. Keppnin var mjög spennandi framan af en Frímann náði góðri forystu með góðum setum gegn efstu mönnum og þegar upp var staðið var niðurstaðan býsna afgerandi. Þess má geta að af fimm efstu eru þrír ættaðir frá Mývatni!
1. | Frímann Stefánsson | 68,1% |
2. | Sveinbjörn Sigurðsson | 55,9% |
3. | Pétur Gíslason | 54,8% |
4. | Sigurður Erlingsson | 52,6% |
5. | Björn Þorláksson | 51,9% |
Þriðjudaginn 15.maí kl 19:30 verður svo haldinn aðalfundur B.A. og eru spilarar hvattir til góðrar mætingar í aðalfundarstörf, veitingar og spil.
Viðburðadagatal
Engin skráður viðburður framundan.
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bridgedeild Breiðfirðinga ,Spilað er öll sunnudagskvöld og hefst spilamennska kl. 18:30.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.