Félög
10.1.2008
BA
Björn og Sigurður bestir í nýárstvímenningi B.A.
Starfsemi Bridgefélags Akureyrar á nýju ári hófst með nýárstvímenningi 8. janúar. Hlutskarpastir urðu þeir Björn þorláksson og Sigurður Erlingsson með +25 stig. Í öðru sæti voru Gylfi Pálsson og Helgi Steinsson + 17 stig og í því þriðja Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson með +8.
Þriðjudaginn 15. janúar hefst fimm kvölda Akureyrarmót í sveitakeppni. Skráning hjá Víði Jónssyni, s. 897 7628 og Stefáni Vilhjálmssyni s. 898 4475. Aðstoðað verður við myndun sveita.
Einnig er minnt á svæðismót Norðurlands eystra í sveitakeppni 19.-20.1. 2008. Upplýsingar og skráning: Stefán V., s. 898 4475
Viðburðadagatal
Engin skráður viðburður framundan.
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir