Félög
28.1.2008
Bridgefélag Akureyrar
Sveit Sparisjóðs Norðlendinga efst í Akureyrarmóti.
Akureyrarmótið í sveitakeppni stendur nú sem hæst. hjá Bridgefélagi Akureyrar. Að loknum tveimur kvöldum af fimm er staðan þessi:
1. Sveit Sparisjóðs Norðlendinga 118 stig
2. Sveit Gylfa Pálssonar 109 stig
3. Sveit Stefáns Vilhjálmssonar 93 stig
4. Sveit Gissurar Jónassonar 91 stig
Sunnudagsbridge hefst aftur hjá B.A. 3. febrúar eftir nokkurt hlé. Spilaður verður léttur eins kvölds tvímenningur, allir bridsspilarar velkomnir. Spilamennska hefst kl. 19:30 og spilastaður okkar er Lionssalurinn Áin, Skipagötu 14, 4. hæð. Heitt á könnunni og góð stemmning.
Svæðismót Norðurlands eystra
Svæðismót Norðurlands eystra í sveitakeppni var haldið 19.-20. janúar. Þrátt fyrir rysjótt veður á Norðausturlandi þessa helgi brutust Þingeyingar á mótsstað á Akureyri og spilað var af fullum þrótti. Sex sveitir tóku þátt í mótinu að þessu sinni og fimm komust áfram í undanúrslitin. Ein sveitin keppti sem gestir og því má með sanni segja að baráttan um að komast áfram hafi oft verið harðari!
Röð efstu sveita:
1. Sveit Sparisjóðs Norðlendinga 199 stig
2. Sveit Gylfa Pálssonar 175 stig
3. Sveit Guðmundar Halldórssonar 142 stig
Sú síðasttalda spilaði sem gestasveit. Sveit Olís, Dalvík, sv. Stefáns Vilhjálmssonar og sv. Ragnheiðar Haraldsdóttur hlutu því einnig rétt til áframhaldandi þáttöku í Íslandsmótinu 11.-13. apríl.
Viðburðadagatal
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir