Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Bridgefélag Rangćinga

Dagskrá þessa vetrar má sjá hér.

01.02.11 

Undirritaður hefur fengið töluvert af athugasemdum bæði með tölvupóstsendingum sem og símtölum.  Þar sem beðið er um frekari skýringar á fyrirbærinu „Selfoss-herbergi“.  Ekki þótti ástæða til þess að skýra þetta betur út í síðustu skrifum þar sem þetta átti ekki að verða aðalatriði fréttarinnar.  En hlýða verður þörfum lesenda!  Í umtöluðu herbergi voru þær sveitir sem misjafnasta gengin höfðu á hátíðinni og voru í raun stutt frá því að næla sér í yfirsetu með spilamennsku sinni, sumar jafnvel náðu í hana og fengu þ.a.l. gefins eitt gullstig!  Í þessu herbergi söfnuðust saman þær sveitir sem komu yfir fjallið frá Selfossi.  Því var það einhver ónefndur aðili, þó ekki undirritaður, sem gaf herberginu nafnið Selfoss-herbergi.  Ég vona að þetta skýri orðið og hægt verði að skrifa frekar um fréttir frá Bridgefélagi Rangæinga í næstu greinum.
En frá Bridgefélagi Rangæinga er það helst að segja að Halldór vann nokkuð örugglega Magnúsana.  Siggi rétt marði að halda jöfnu eftir að hafa  náð 44-7 forystu en hægt er að sjá nánari úrslit hér.

25.01.11 

Eins og allir vita þá stendur yfir hörð barátta í sveitakeppni hjá Rangæingum.  Bardaginn er háður í bridge-félags-heimili okkar að Heimalandi sem staðsett er undir Eyjafjöllum.  Frá úrslitum undanfarinna kvölda er ýmislegt merkilegt að segja.  Presturinn skokkar í fararbroddi með glæsilegri spilamennsku og einstakri lipurð að vanda.  En stjörnusveit klúbbsins stóð loks undir væntingum þegar þeir náðu að landa góðum sigri síðasta kvöld.  Hægt er að segja að menn hafi andað léttar þegar þeir Óskar og félagar náðu að hrista af sér og standa loks undir væntingum.
.
Næstkomandi þriðjudagskvöld (s.s. í kvöld) gæti orðið stormasamt.  Nú mætast Sigurður og Ævar.  En það er skemmst frá því að segja að eina sveit okkar Sunnlendinga sem ekki var föst í Selfoss-herberginu á Bridge-hátíðinni, núna um helgina, samanstóð af pörum úr þessum tveimur sveitum.  Undirritaður lofar því miklum látum og góðri spilamennsku í kvöld.  Nánari úrslit má sjá hér.

15.01.11 

Hér koma úrslitin úr jólamóti okkar Rangæinga sem haldið var í golfskálanum á Strönd í gær.    Mótið tókst í alla staði afar vel.   Strönd er frábær spilastaður og viðurgjörningur Kötu veitingastjóra, eins og best verður á kosið.   Þá á Ólafur Steinason skilið bestu þakkir fyrir sitt framlag en hann sá um bridgemate búnaðinn.    Verðlaunin voru svo gefin af Kaupás (Kjarval, Nóatún o.fl. búðir), Sláturfélagi Suðurlans og MS.    Við færum þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Ţumalputtaregla hvað úrslit varðar var sú að eftir því sem menn komu lengra að, því betur gekk.    Þó er vert að nefna árangur nýliðanna okkar, sem stóðu sig afar vel og skutu fjórum pörum aftur fyrir sig á þessu móti sem verður að teljast með þeim sterkari sem spiluð eru austan Þjórsár.  Vel gert drengir og munum að æfingin skapar meistarann.

11.01.11 

Fyrsta umferð í sveitakeppni félagsins var spiluð síðastliðin þriðjudag.    Allsráðandi einvaldur raðaði í sveitir og eru þær sjö talsins.    Þá er Butlerárangur para reiknaður út og verður verðlaunaður sérstaklega með notadrjúgum verðlaunum.  Úrlit má sjá hér.


03.01.11 

Fyrsta þriðjudag þessa árs hittust topp 16 spilarar síðasta spilaárs í félagsheimili Bridgefélags Rangæinga og öttu kappi í einmenningi.  Sláturhúsið á Hellu gefur vegleg verðlaun sem og sárabætur.  Í verðlaun er saltkjötssoðning sem og í sárabótum.  Eftir æsispennandi kvöld þar sem menn skiptust á að leiða hópinn var það snillingurinn Sigurjón Pálsson sem náði að landa titlinum í ár.  Nánari úrslit hér.

. 

21.12.10

Ţað er ekki hægt að segja annað um okkur Rangæinga en að gestrisnin sé ávalt höfð í fyrirrúmi.  Síðastliðið þriðjudagskvöld varð  engin undantekning frá reglunni.  Meira að segja meistarar fyrri áratuga (hér er átt við Torfa og Sigga) tóku þátt í að leyfa þeim virtu gestum, sem sýndu félagsmönnum þann heiður að eyða með þeim einni kvöldstund, að vera eins ofarlega og mögulegt var.  Án þess þó að beita brögðum auðvitað.  Úrslitin urðu þau að Helgi og Billi (gestir) urðu í 1. sæti og Össi og Kalli (gestir) urðu í því 3.  Eitthvað sáu meistarar okkar eftir öllu saman og nældu því í 2. sætið þegar líða tók að lokum.  Úrslit má sjá hér.

Skemmtilegt kvöld og önn að baki.  Bridgefélag Rangæinga óskar ykkur og fjölskyldum ykkar, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.     Stjórn Bridgefélagsins þakkar ykkur skemmtilegar samverustundir við spilaborðið á árinu og hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári!

Örlitlar breytingar verða á áður auglýstri dagskrá:
Jólamótið okkar verður með seinni skipunum þetta árið og verður allt á því páskamót.    Til stóð að halda það laugardaginn 8. janúar en því hefur nú verið frestað til laugardaginn 15. janúar.   Ástæðan er tvíþætt.   Annars vegar verður HSK tvímenningurinn spilaður á Selfossi föstudagskvöldið 7. janúar og hins vegar er löng hefð orðin fyrir Bridgehátíð Vesturlands í Borgarnesi þessa helgi og býst ég við að einhverjir, sem annars kæmu til okkar, muni sækja það mót.
 


14.12.10

Nú hefur aðal-butlerinn runnið sitt skeið á enda.  Merkustu og ánægjulegustu tíðindi þessa árs urðu þau að nýliðarnir okkar nældu allir í bronsstig.  Frábær árangur hjá þeim og til hamingju með það strákar!  Úrslit í Buttlernum liggja nú fyrir og þrátt fyrir spennandi keppni framan af náðu Torfi og Sigurður að landa nokkuð öruggum sigri og sína enn og aftur að þeir eru í annarri deild en hinir félagar klúbbsins.  Í meistarakeppninni er hörð barátta á milli manna og líklegt að meistari verði krýndur þetta spila-ár þar sem Torfi leiðir naumlega með jafn mörg stig og Sigurður.  Nánari úrslit má sjá hér.


23.11.10

Síðastliðinn þriðjudag urðu nokkur stórtíðindi.   Af 15 pörum náðu einungis 4 pör plússkori sem þýðir að lægsta mínusskorið (og þar með 5. sætið) dugar í 7 bronsstig!!  Eftir leit í sögubókum hefur jafnoki þessa ekki fundist.   Enda skoruðu sigurvegararnir vel og er þeim hér með óskað innilega til hamingju!!!  

Svavar og Ólafur unnu með miklum yfirburðum og uppskáru 80 stig eða 2.85 impa á spil.  Sem fyrr eru það Torfi/Ægir/Ævar sem leiða þegar slakasta kvöldið er tekið út en breiting varð á þegar öll kvöld eru reiknuð saman en þá eru það gömlu refirnir og meistarar fyrri áratuga Torfi og Siggi sem tróna á toppnum.

En sjón er sögu ríkari nánari úrslit má sjá hér.

 

09-16.11.10

Nú er 5 kvölda Bryti  (e. Buttler) hafin hjá félaginu.  Þegar hafa tvö kvöld liðið hjá og því töluverð spenna hlaupinn í mannskapinn.  Úrslit fyrsta-kvöldsins urðu þau að Siggi og Torfi mörðu sigur með 67 stig en annað sætið náði 63.  Síðasta þriðjudag var svo leikinn annar í bryta og það er skemmtilegast frá því að segja að 2. bekkur nýliða náði þeim frábæra árangri að enda í 2. sæti eftir kvöldið.  Frábær árangur og til hamingju með þetta Diddi og Tommi!  En önnur úrslit þetta kvöld urðu þau að Óskar og Guðmundur náðu öruggum sigri með 50 stig eða 21 stiga forskot á næstu menn.  En í samanlögðu eru það frænd-/bræðurnir Torfi/Ægir/Ævar sem leiða brytann.  Nánari úrslit má sjá hér.


02.11.10

Fyrsta alvöru mót vetrar átti sér stað síðasta þriðjudagskvöld.  Barómeter með verðlaunum sem hægt er að drekka, fyrir þá sem aldur hafa til.  Þegar búið var að spila öll spil nema tvö síðustu höfðu Torfi og Siggi örugga forustu en á lokasprettinum sagði reynslan til sín og tóku Ólafur og Svavar til sinna ráða og lönduðu glæsilegum sigri þar sem meistarar fyrri ára gát ekki rönd við reyst og voru sem sitjandi endur (e. „sitting dugs“).  Svo skemmtilega vildi til að nýliðarnir okkar unnu til verðlauna en þar sem þeir eru undir vissum aldri fengu þeir glæsileg peningaverðlaun í stað mjaðar. Nánari úrslit hér.


26.10.10

Nafnarnir Magnús sigldu sigri sínum nær örugglega í höfn núna síðastliðið þriðjudagskvöld og voru fáir sem gerðu sig líklega til þess að standa í vegi fyrir þeim.  Þeir náðu 136 stigum eða 61.82% skori.  En það er frábært að geta sagt frá því að nýliðarnir okkar þeir Valtýr og Guðjón voru mjög nálægt því að næla sér í sín fyrstu bronsstig og ljóst að þarna fara um völl meistarar framtíðarinnar!  Glæsilegur árangur á strákunum þar sem þeir náðu að „velta“ sér í 6 sætið.  En með þessum frábæra árangri settu þeir marga reynda og góða spilara fyrir aftan sig sem bendir til þess að menn þurfi að setja baggaband í strenginn fyrir komandi vetur ef ekkert annað dugar.  Nánar um úrslit hér.


19.10.10

Hér fæst staðfest að þriðja spilakvöld félagsins leið hjá núna síðastliðinn þriðjudag.  Ekki bárust nein stórtíðindi af þessu kvöldi önnur en þau að meistarar fyrri ára mættu loks og er talið ljóst að áskorun sú sem sett var fram fyrir nokkru hafi eitthvað spilað þar inní.  En eins og sést á úrslitunum tóku menn sig saman og hjálpuðust við að byggja upp sjálfstraust þeirra félaga.  Þar sem öllum á jú að líða vel!  Sigurður og Torfi lönduðu sigri með 131 stig og ágætis %-skori uppá 59.55 og ber því að þakka öllum félagsmönnum fyrir uppbyggilegt andrúmsloft og hinn mikla félagsanda sem svífur ávalt yfir vötnum í Rangárvallasýslu.  Nánari úrslit má sjá hér.

 

12.10.10

Nú réttliðið þriðjudagskvöld var spilað í félagsheimili Bridgefélags Rangæinga.   Leikar fóru fram á 6 borðum og enn fengu nokkur pör „f“ í kladdann og fer mönnum að gruna að um einhvern taugatitring sé að ræða hjá núverandi meistara of fleirum sem ekki hafa látið sjá sig. En að þessu sinni stóðu Guðmundur og Óskar efstir á palli með glæsilegt skori uppá 141.  Meðalskorið var 110 en spiluð voru 22 spil.  Nánari úrslit er hægt að sjá hér.


05.10.10

Síðastliðin þriðjudag var fyrsta spilakvöld félagsins haldið með kaffi og forgefnum-spilum.  Þó svo að nokkur pör hafi fengið „F“ í kladdann var spilað á 6 borðum og ánægjulegt frá því að segja að 2 nýliðar bættust í hópinn sem kemur til með að lækka meðalaldurinn eitthvað.  Eftir kvöldið urðu bræðurnir Torfi og Ævar hlutskarpastir með 134 stig (þrátt fyrir útlit, eins og einhver nefndi).  En nánari úrslit má sjá hér.


Næstkomandi þriðjudag (5. október) hefjast að nýju samverustundir meðlima Briddsfélags Rangæinga.  Staðurinn er Heimaland og stundin 19:30.  Dagskrá vetrar hefur litið dagsins ljós og má sjá hér.


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög » Suđurland » Bridgefélag Rangćinga

Myndir


Auglýsing