Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fréttir

20.3.2019

Íslandsmót í tvímenning - sjá skráningu

Íslandsmótið í tvímenning verður haldið helgina 23-24.mars n.k
Spilum hefur verið fækkað úr 120 spilum í 80/90 spil að lágmarki

Íslandsmeistarar fyrra árs eru Jón Baldurs og Sigurbjörn Haralds
Skráning er á bridge@bridge.is og í s. 5879360
Skráning er til miðnættis  21.mars
 

20.3.2019

Undanúrslit -2019

Hér má sjá þær 40 sveitir sem hafa staðfest komu
sína í undanúrslit Íslandsmótsins sem spiluð verða 5-8.apríl 2019
Spilastaður er Faxafen 12, 2 hæð húsnæði Skáksambands Íslands
og Taflfélags Reykjavíkur  - drögum öðru hvorum megin við helgina
Tímatafla undanúrslitana

20.3.2019

Landsliđin á NM 7-9.júní 2019

Auglýst var eftir pörum í kvenna flokki fyrir Norðurlandamótið 2019
2 pör sóttu um og verða þau pör send á NM 2019
Anna G. Nielsen - Helga H. Sturlaugsdóttir
Anna Ívarsdóttir - Guðrún Óskarsdóttir
Í opna flokknum hefur landsliðsnefnd ákveðið að senda 3 pör
Aðalsteinn Jörgensen - Bjarni H. Einarsson
Kristján Már Gunnarsson - Gunnlaugur Sævarsson
Jón Baldursson - Sigurbjörn Haraldsson
Mótið verður haldið í  Kristiansand í Noregi

11.3.2019

Jón og Bessi unnu sterkt mót í Moskvu

Íslenskir Bridgespilarar voru heldur betur að gera það gott úti í heimi
um nýliðna helgi
Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson unnu sterkt mót í Moskvu
en þeir spiluðu þar ásamt 5 öðrum Íslendingum á fyrna sterku móti
um 30 Íslendingar skelltu sér til Færeyja á fyrsta alþjóðlega mótið
sem þeir halda og var Bjarni Einarsson ásamt Boga Simonsen sigurvegarar í þeirri
keppni - ein íslensk kvennasveit skelli sér til Oslo í Norska kvennamótið
og enduðu þær í 6 sæti af 31 sveit - vel gert hjá þeim öllum

10.3.2019

Opna Evrópumótiđ

Stjórn Bridgesambands Íslands hefur ákveðið að styrkja 3 pör í báðum flokkum
í formi keppnisgjalda á opna Evrópumótið sem haldið verður í Istanbul 15-29.júní
Ţeir sem áhuga hafa sæki um á bridge@bridge.is fyrir 20.mars 2019
Sjá heimasíðu mótsins

7.3.2019

Norđurlandamótiđ - kvennaflokkur

Norðurlandamótið í bridge verður haldið helgina 7-9.júní
2-3 pör sem mynda landslið í kvennaflokki verða send, fer aðeins
eftir fjölda sveita í kvennaflokki hvort 2 eða 3 pör verða send
Ţau kvennapör sem áhuga hafa sæki um á bridge@bridge.is fyrir 10.mars
Liðið verður valið 15.mars

1.3.2019

Íslandsmót í paratvímenning

Harpa F. Ingólfsdóttir og Vignir Hauksson eru Íslandsmeistarar í paratvímenning 2019
  
2 sætið fékk Rosemary Shaw og Ómar Olgeirsson
3 sætið fengu Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson
Alls tóku 22 pör þátt í mótinu

Öll úrslit og spil  - 

28.2.2019

Evrópumót í parasveitakeppni í Lissabon -

Svíar eru Evrópumeistar í parasveitakeppni - þótt síðasti leikurinn sé eftir
ţá eru þeir búnir að gulltryggja sig - elsti spilarinn í liðinu er 27 ára og óskum
við unga fólkinu innilega til hamingju
Hægt að sjá allt um mótið hér

16.2.2019

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni

Sveitin Amorem Ludum með þeim Önnu G. Nielsen, Helgu Sturlaugsdóttur,
Sigþrúði Blöndal  og Hörpu F. Ingólfsdóttur urðu Íslandsmeistarar
í sveitakeppni kvenna 2019

2. sæti sveit  Arion banka
3. sæti sveitin  Bóma
Heimasíða mótsins.

7.2.2019

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni

6 sveitir sem koma til með að spila Íslandsmót kvenna í sveitakeppni
nú um helgina
Við byrjum  að spila kl. 10:00 báða dagana
Keppnisgjaldið er 20 þús á sveit

Tímatafla ef allt gengur að óskum


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Forsíđa » Fréttir

Myndir


Auglýsing