Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

27.10.2009

Íslandsmót eldri spilara í tvímenning

Jón Alfreðsson og Eiríkur Jónsson eru Íslandsmeistarar eldri spilara í tvímenning 2009. Þeir enduðu með +107,6 stig sem jafngildir 58,6%. 0,5 stigum á eftir þeim voru Garðar Garðarsson og Kristján Örn Kristjánsson, sem leiddu mótið frá 10. umferð.

Íslandsmeistarar eldri spilara 2009

Við óskum Jóni og Eiríki til hamingju með titilinn!

Heimasíða mótsins

23.10.2009

Iceland Express deildin

Hin vinsæla keppni Iceland Express deildin verður í ár spiluð  24. og 25.október og 14.og 15.nóvember eins og á síðasta ári verður spilað í tveim deildum. Keppnisgjald verður 28.000 krónur á sveit,
Spilarar eru hvattir til þess að vera með í þessari skemmtilegu keppni og vonast BSÍ eftir góðri þátttöku. Núverandi sigurvegari fyrstu deildar er sveit Eyktar. Skráning í keppnina er á vef BSÍ, bridge.is eða í síma BSÍ 587 9360.
Þeir sem ætla að vera með í þessari keppni eru vinsamlega beðnir um að láta vita sem fyrst vegna undirbúnings mótsins. 

Töfluröð 1. deild    -   Umferðaröð 1 deild  - Umferðaröð 2 deild
Tímatafla 
Heimasíða Deildakeppninnar 2009

22.10.2009

BSÍ og Iceland Express gera samstarfssamning til þriggja ára.

BSÍ og Iceland Express gera samstarfssamning 

Bridgesamband Íslands og Iceland Express gerðu með sér samstarssamning sem gildir til 3ja ára.
Iceland Express verður aðalstyrktaraðili Bridge á Íslandi og fá nafni sínu bætt við helstu Íslandsmót sem BSÍ heldur.
Auk þess breytir Bridgehátíð um nafn og fær nýja vefsíðu:

Iceland Express Reykjavik Bridge Festival 2010

14.10.2009

Íslandsmótið í einmenning

Jón Hákon Jónsson er nýkrýndur Íslandsmeistari í einmenning. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitilinn sem hann vinnur og óskar BSÍ honum til hamingju með sigurinn!
 
Í 2. sæti var Brynjar Jónsson og 3. sæti Erlendur Jónsson

Úrslit, spil og gullstig er að finna á heimasíðu Íslandsmótsins í einmenning 2009

14.10.2009

Ársþing BSÍ

Ársþing BSÍ verður haldið í húsnæði Bridgesambands Íslands sunnudaginn 18. október og hefst klukkan 12:00 að hádegi.
Félög innan hreyfingarinnar hafa setu- og atkvæðisrétt á þinginu samkvæmt kvótaútreikningi skilagreina en áheyrnarfulltrúar eru velkomnir að sitja þingið. Ef einhver hefur hug á að sitja þingið án þess að vera fulltrúi félags, sendi viðkomandi inn umsókn með tölvupósti á póstfangið bridge@bridge.is 
            
    Kjörbréf er hægt að nálgast hér            Fulltrúar samkvæmt skilagreinum

14.10.2009

Champions Cup - París 15-18.október

Fyrsti leikur að byrja núna kl. 14 á BBO
Ísland - Ítalía (Fantoni-Nunes, Lauria-Versace, sigurliðið í fyrra)
 

Meistaradeild Evrópu (Champions Cup) hefst fimmtudaginn 15.október 2009
Landsmeistarar 10 efstu þjóða á síðasta Evrópumóti etja þar kappi. 
Íslandsmeistararnir frá árinu 2008 leggja land undir fót í dag og halda til Paríar
þ.e. sveit Símonar Símonarsonar - 
Í sveitinni ásamt Símoni eru: Ragnar Magnússon, Páll Valdimarsson,´
Júlíus Sigurjónsson og Sigurður Vilhjálmsson


Við sendum þeim okkar bestu kveðjur og óskir um gott gengi.    Áfram Ísland!
HÉR MÁ SJÁ ALLT UM MÓTIÐ
beinar útsendingar verða á
Bridgebase

9.10.2009

íslandsmót kvenna í tvímenning 2009

Jöfnustu úrslit í íslandsmóti kvenna í tvímenning urðu núna.


Sigurvegararar eru Bryndís Þorsteinsdóttir og María Haraldsdóttir með 801,9 stig
með þeim á myndinni er yngismærin Embla Mey Thorarensen.

Sæti 2, 3 og 4 voru hnífjöfn með 799,7 stig og innbyrðis viðureignir réðu sætum. 
2 sæti Dröfn Guðmundsdóttir og Hrund Einarsdóttir
3 sæti Hjördís Sigurjónsdóttir og Ragnheiður K Nielsen
4 sæti Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir

Staðan í íslandsmóti kvenna er hér


Viðburðadagatal


Hverjir spila í dag


Olís

Slóð:

Forsíða » Fréttir

Myndir


Auglýsing