Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fréttir

28.11.2009

Sveit Esther Jakobsdóttur Íslandsmeistari í Parasveitakeppni 2009

Ţað var mikil spenna alla helgina því mjótt var á munum á milli efstu sveita frá fyrstu til síðustu umferð.

Sveitir Esther Jakobsdóttur og Ljósbrá Baldursdóttur enduðu að lokum jafnar í efsta sæti og varð að grípa til reglugerðar til að finna sigurvegara. Sveit Esther vann á innbyrðisviðureign.


Með Esther spiluðu: Anna Þóra Jónsdóttir, Ragnar Hermannsson, Aron Þorfinnsson og Guðmundur Snorrason.
Á myndina vantar Aron Þorfinnsson

Sveit Esther er óskað til hamingju með sigurinn!!

Heimasíða Parasveitakeppni 2009 

  Skráningarlisti

16.11.2009

Ferđafélagiđ eru Iceland Express deildameistarar

Ţeir kappar í sveit Ferðafélagsins, ( áður Eykt ) urðu Iceland Express deildameistarar 2009.
Í sveitinni spiluðu þeir: Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni H. Einarsson, Jón Baldursson, Steinar Jónsson
Sverrir Ármannsson og Þorlákur Jónsson.


Lokastaðan í 1.deild
1. Ferðafélagið            259 stig
2. Júlíus Sigurjónsson  249
3. Grant Thornton       233
4. Breki                        222
5. Tryggingamiðstöðin 185
6. Logoflex                   185
Deildameistarr 2.deildar urðu norðanmennirnir í sveit Sagaplast,
ţeir Frímann Stefánsson, Pétur Gíslason, Reynir Helgason, Páll Þórsson og Stefán Jónsson.
Unnu þeir með    272 stig
2.  Kjaran.          256
3. Gunnar Björn  227
BSÍ þakkar öllum spilurum fyrir þátttökuna og vinningshöfum til hamingju.

10.11.2009

Iceland Express deildakeppnin

Seinni umferð Iceland Express deildakeppninar verður spiluð um næstu helgi 14. og 15.nóvember.
Spilamennska hefst kl. 11:00 báða dagana.
Eftir fyrri umferðina er svet Júlíuar Sigurjónssonar efst í 1.deild með 135 stig
Í 2.deild er sveit norðanmanna í Saga plast efst með 148 stig:
Spennandi helgi framundan í Bridge.                          Sveitaskipan                           Tímatafla
Hægt verður að fylgjast með mótinu hér

2.11.2009

Bridge á Madeira

Eins og undanfarin ár hafa Íslenskir bridgespilarar farið til Madeira á Bridge-viku
sem haldin er að þessu sinni dagana 2-9.nóv.
Einungis 8 Íslenskir spilarar taka þátt í móitinu núna.
Hægt verður að fylgjast með hér


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Olís

Slóđ:

Forsíđa » Fréttir

Myndir


Auglýsing