Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

28.11.2011

Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar

Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar eru Deildameistarar 2011

'i sveitinni spiluðu, Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni H. Einarsson, Sverrir Ármannsson
Steinar Jónsson og Sigurður Sverrisson en hann vantar á myndina
Forseti sambandsins Jafet S. Ólafsson afhenti verðlaun í mótslok
Sparisjóðurinn endaði með 263 stig og vann yfirburðasigur
í 2.sæti 1.deildar varð sveit Antons Haraldssonar með 210 stig
Þær 2 sveitir sem féllu í 2.deild eru sveit Málningar hf og sveit Sölufélags garðyrkjumanna
Deildameistarar 2.deildar varð sveit Sprota með 257 stig og voru jafnir sveit Haustaks
en báðar þessar sveitir færast upp í 1.deild að ári.
Í b-riðli 2.deildar varð sveit Tryggingamiðstöðvarinn  með 244 stig
Í c-riðli 2.deildar varð sveit Völku með 207 stig
Mótið gekk vel í alla staði og fá keppendur þakkir fyrir þátttökuna.
Heimasíða mótsins

20.11.2011

Þrír frakkar

Íslandsmeistarar í Parasveitakeppni 2011 er sveit Þriggja frakka

Í sveittnni spiluðu Hjördís Sigurjónsdóttir, Kristján Blöndal, Björk Jónsdóttir
Jón Sigurbjörnsson, Guðrún Óskarsdóttir og Steinar Jónsson
Heimasíða mótsins
Við óskum sigurvegurum til hamingju og þökkum öllum fyrir þátttökuna í skemmtilegu móti

29.10.2011

Íslandmótið í einmenning

Nýkrýndur Íslandsmeistari í einmenning 2011 er Suðurnesjabúinn
Garðar Garðarsson með 1427,6 stig.

Arnar Geir Hinriksson var í öðru sæti með 1416,3 stig
Þóranna Pálsdóttir var í Þriðja sæti með 1412,9 stig
Við óskum þeim til hamingju með sigurinn og öllum keppendum
þökkum við fyrir þátttökuna

Heimasíða mótsins

28.10.2011

Íslandsmót í einmenning

Íslandsmótið í einmenning verður haldið dagana 28 og 29.október n.k. og hefst spilamennska kl. 19:00 á föstudaginn
og kl. 11:00 laugardaginn 29.október.
Hægt er að skrá sig í sima 5879360 og hér
Íslandsmeistari frá 2010 er Frank Guðmundsson

Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi á föstudaginn !

Skráningarlisti

27.10.2011

Frá Veldhoven

Þjölþjóðlega keppnin hélt áfram í dag og og lauk um miðjan daginn (fimmtudag), íslenska liðið var í góðri stöðu þegar keppnin hófst var í 5. sæti, en ekkert gekk upp í dag og við enduðum keppni í 21. sæti af 152 sterkum sveitum, ekki slæm úrslít en við viljum vera í toppslaggnum en það tókst ekki nú. Úrslita baráttann í algleymingi í Bermunda skálinni, Bandaríki byrjuðu vel en Hollendigar tóku góða sprett í lok dagsins, eru yfir með 22 stig,en þau geta verið fljót að fara. Við höldum með Hollandi að sjálfsögðu. En gleymum því ekki Ísland endaði í 5-8 sæti í stærstu alþjóðlegu bridgekeppninni sem haldin er, það eru góð úrslit fyrir okkur og við skulum vera stolt að því og mætum enn sterkari til leiks á næsta heimsmeistaramóti í bridge. lokakveðja frá íslenskum spilurunum í Veldhoven..       Jafet, forseti Bridgesambandsins

26.10.2011

Holland og USA2 í úrslitaleikinn á HM

Sveinn Hollands vann sveit Ítalíu í 4ra liða úrslitum á HM í dag
Sveit USA2  vann sveit USA1 með 60 stiga mun og spila því á móti Hollendingum 
Holland  og Bandaríska sveitin USA2 spila því til úrslita á HM næstu 3 daga
Spiluð eru 128 spil í úrslitaleiknum sem byrjar kl. 8:30 27.október

 BBO

Heimasíða HM

Landslið Íslands er í 5 sæti í Transnational Open eftir 11 umferðir af 15
8 efstu sveitirnar í þessu móti fara í undanúrslit líkt og á Bermuda Bowl

24.10.2011

Hlykkjóttur vegur á enda

"Hlykkkjótti vegurinn á enda"...
Íslenska liðið átti góðan seinnihálfleik á móti Hollnadi, en það dugði ekki til og við erum dottnir úr leik. Það að lenda í 5-8 sæti í hópíþrótt er ekki slæmt og við getum verið stollt af því. Bridgeíþróttin á Íslandi stendur hátt á alþjóðlegan mælikvarða. Það voru í upphafi 130 þjóðir að keppa að þessu markmiði. Við getum sagt að á Íslandi er það einungis handboltinn sem nær þessu marki að vera í toppsætunum á alþjóðlega vísu. Eftir leikinn við Hollendinga fór ég og Björn fyrirliði til fundar við Hollenska landsliðið þjálfara þess og fyrirliða, færðu þeim bókargjöf, 360 gráður Ísland, við myndum að sjálfsögðu halda með þeim í loka úrslitunum og óskum þeim góðs gengis. Þeir voru hræðir yfir þessum kveðjum og hvattningarorðum, við höfum hvergi heyrst minnst á "Ice save" hér í Hollandi, þannig að orðspor Íslands hefur ekki beðið hnekki og það hafa margir mynnst á það að þér ætli sér að koma til Íslands, Icelandair þarf örugglega að fjölga flugferðum frá Hollandi á næstu árum. Nú tekur við mikið mót fyrir þá sem eru dottnir út og fjölda annarra sveita "transnational" keppni og okkar menn taka þátt í henni. Hér er nú mætt fjöldinn allur af nýjum keppendum og þar má sjá mörg þekkt nöfn....Það er mikil eftirvænting og spenna í loftinu...með kveðju frá Veldhoven Jafet

24.10.2011

8 liða úrsltium er lokið

Hollendingar unnu Íslendinga í 8 liða úrslitum með 91 stigi á HM
Í 4ra liða úrslitum spila áfram
Ítalía, Holland, USA1 og USA2
En við höldum að sjáfsögðu áfram að fylgjast með HM til loka mótsins
Ísland heldur áfram þátttöku í Transnational Open Team Championship
en yfir 150 sveitir eru skráðar til leiks frá 40 löndum
Þetta mót byrjar kl. 18:30 í kvöld spilaðar verða 10 spila leikir 15 umferðir
2 umferðir verða spilarðar í kvöld

BBO

Heimasíða HM

24.10.2011

6 og síðasta lotan í 8 liða úrslitum

6 lotan í 8 liða úrslitum hefst eftir 10 mínútur
Ísland hefur syrkt stöðu sína í 2 síðustu lotonum til muna
Staðan fyrir síðustu lotuna er Ísland 102 og Holland 175

BBO

Heimasíða HM

24.10.2011

4 lotur búnar af 6

Eftir 4 lotur af 6 í 8 liða úrslitum á HM er
Ísland með 66 stig og Hollendingar með 161 stig

23.10.2011

Svartur sunnudagur

  Svartur sunnudagur. Það gekk ekkert upp í spilunum á móti Hollendingum á sunnudag og eftir fyrrihálfleik undanúrslitana er staðan 154 á mmóti 44, á fótboltamáli væri staðan 3-0 Hollendingum í vil. Það þarf allt að ganga upp til að hægt verði að vinna þennan mikla mun upp í dag, mánudag. En það eru 48 spil eftir og sveiflan og spilagyðjan þarf að vera okkur hliðholl. Við sáum það í öðrum undanúrslitaleik að Svíar voru komnir töluvert yfir USA 2 sveitina það breyttist í 5 spilum í röð halaði Bandaríska sveitin inn 37 impa og komst yfir. Þarna stefnir í æsispennandi keppni. Það var farið í langan göngutúr í gærkvöldi, gleyma vonbrigðum sunnudagsins og byggja upp keppnisandann að nýju...Hópurinn sendir bestu kveðjur heim og þakkar fyrir góðan stuðning og góða strauma að heiman...

með kveðju frá Veldhoven Jafet

23.10.2011

8 liða úrslitin á HM

Ísland mætir Hollendingum í 8 liða úrslitum á HM
kl.8:30 í dag 23.okt. 

Eftir 3 lotur af 6 er Ísland með 44 stig á móti 154 hjá Hollandi

BBO

Heimasíða HM

22.10.2011

Markmiðinu náð

  Markmiðinu náð, Fyrir mótið var stefnan auðvitað sett á að koma Íslandi í lokaúrslitin það tókst þó tæpt væri, en það spyr enginn að því síðar meir. Þetta var langur og hlykkjóttur vegur, en við fórum allan veginn og erum komin mark. Nú hefst nýtt mót og allt getur gerst. Við höfum séð það að Ísland getur unnið hvaða lið sem er. Hollendingarnir kusu að fá að spila við Ísland, við erum mjög sáttir við, það er mikil pressa á Hollenska liðinu, þeir eru á heimavelli, fjölmiðlapressan er kominn í málið, alltaf þegar vel gengur.

Nú tekur við mikil tör og þá fer að reyna á úthaldið, íslenska liðið er tilbúið í slaginn og eftir fundinn í kvöld (laugardagskvöld) þá er ég hæfilega bjartsýnn á framhaldið. Það getur allt gerst..og við ætlum að láta það gerast okkur í hag..

kveðja frá Veldhoven Jafet

22.10.2011

Ísland spilar í 8 liða úrslitum á HM

Íslenska landsliðið spilar í 8 liða úrslitum á HM
Ísland fékk 12 stig á móti USA2 í síðasta leiknum í dag.
Fjöldi manna hefur verið að horfa á hér í Bridgesambandiu í dag
mikil stemning í gangi og fagnaðalætin mikil þegar úrslit voru ráðin
í hinum leikjunum.
Til hamingju Ísland
Þau lið sem spila í 8 liða úrslitum eru: Ítalía, Holland, USA2, USA1,  Ísrael
Kína, Svíðjóð og Ísland
Fyrsti leikurinn er í fyrramálið kl. 8:30, 11:45 og 14:45 
Hægt verður sjá  hér seinna í kvöld hvernig liðin raðast saman. 

21.10.2011

Hittumst kl. 11:30

Mætum öll saman og horfum á 2 síðustu leikina  í Síðumúlanum
Ísiland spilar við  Pólland kl. 11:45 og við USA2 kl. 14:45
sem er síðasti leikurinn í undankeppninni  og verður  sýndur á BBO 
Stiðjum okkar menn og sendum þeim fallega strauma frá okkur saman

Ísland - S-Afríka     14-16
Ísland - Pólland      15-15
Ísland - USA2         12-18              sýndur á BBO 
     

21.10.2011

Erfiður dagur

Erfiður dagur að baki.
Þar kom að því að það slægi í bakseglin, Ísland átti erfiðan og slæman dag, töpuðum illa fyrir Hollandi og Áströlum, en náðum að merja sigur á Ísrael. Það var vitað að allir þessir leikir yrðu erfiðir, Ástralir eru að berjast við að komast í 7-8 sætið og Holland og Ísrael er fyrir ofan okkur á töflunni og hafa verið það mest allt mótið. Við erum þó í 6 sæti og mikill möguleiki að komast áfram. Á laugardag ráðast úrslitin við eigum S-Afríku og Pólverja, sem eru á mikilli siglingu, og svo USA 2 sem er hörku sveit.
Mikill spenna er í loftinu og það skilja ekki mörg stig liðin af frá 7-11 sæti. Hugur er í mönnum að klára þetta eins og  að var stefnt, koma sér í úrslitin og koma svo........
kveðja frá Veldhoven, Jafet

21.10.2011

Leikir á HM 22.október

Síðasti spiladagurinn í undankeppninni á HM

Ísland - S-Afríka
Ísland - Pólland
Ísland - USA2                        sýndur á BBO  


                      
Ísland er í 6 sæti með 292,5 stig

 hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér          BBO

21.10.2011

Föstudagurinn 21.okt. á HM

Ísland fékk 8 stig gegn Hollendinum nú í morgun
Næsti leikur er kl. 11:45 við Ástrali

Ísland - Holland       8 - 22         BBO
Ísland - Ástralía      4 - 25 
Ísland - Ísrael        16-14                     sýndur á BBO

 hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

20.10.2011

Frábær dagur að baki

Það var ekki litið til baka heldur bætt aðeins í, 60 stig í húsi, geysilega flottur sigur á Búlgariu sem oft hefur staðið sig vel á stórmótum. Í útskýringum í stóra salnum var Íslendingum hrósað fyrir öfluga spilamennsku, stór sveifla þegar Búlgaría fór einn niður í 6 tíglum, en Jón Baldurs spilaði 6 lauf og fékk alla slagina. Dagurinn í dag verður erfiður, Holland fyrst, síðan Ástralía og loks Ísrael. Það er geysilega góð stemming í hópnum og hún bara eykst þegar við potumst upp töfluna. Mótið fer fram í geysilega stóru íþrótta og hotel komplexi og auðvelt að villast í óteljandi göngum, mönnum telst til að þeir labbi innan hús hátt í 2 kílómetra daglega, svo er jafnvel skroppið út á kvöldin og labbað enn meira til að fá freskt loft í lungun. Allir hressir og staðráðnir í klára þetta með sóma.
kveðja frá Veldhoven.. Jafet

20.10.2011

Ísland í 4 sæti

Ísland er í 4 sæti eftir daginn í dag - fengu samtals 60 stig ´
Röð 8 efstu sveitanna
Ítalía       287
USA2       271
Holland    267
Ísland      264,5
Ísrael       261,3
USA1       259,5
Svþíþjóð  237
Barsilía     232

Leikir morgundagsins eru við, Hollendinga, Ástrala og Ísraelsmenn

Leikurinn við Holland verður sýndur á BBO
 kl. 8:30 og einnig við Ísraelsmenn kl. 13:45

Opið hús verður í Síðumúlanum á morgun fyrir þá sem vilja fylgjast með 
 hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

20.10.2011

Frá HM 20. október

Ísland fékk 17  stig   á móti Pakistönum í morgunleiknum
Næstu 2 leikir Íslenska liðsins verða sýndir á BBO kl. 11:45 og 14:45
Ísland -  Pakistan                    17-13
Ísland -  Egyptaland               20-10                  sýndur á BBO
Ísland -  Búlgaría                     23- 7                    sýndur á BBO

 hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

20.10.2011

Kveðja frá Veldhoven

  "Ekki líta til baka"
Það var góður dagur á heimsmeistaramótinu í gær, 57 stig komu í hús, stórir sigrar á Singapore og Kanada, en naumt tap fyrir Indlandi. Og það leit ekki vel út á móti Indlandi þegar helmingur spila hafði verið spiluð, staða þá 20-10 fyrir Indlandi, en það urðu miklar sveiflur í síðustu spilunum, sem betur fer Íslandi í vil. Þetta sýnir að engir leikir eru fyrirfram unnir. Nú fer spennan að magnast og þau lönd sem ætla sér í úrslit munu spíta í lófana. Það er mikill hugur í hópnum.
kveðja frá Veldhoven Jafet

19.10.2011

57 stig á HM í dag

Leikir morgundagsins 20.okt.
Ísland -  Pakistan                    17-13
Ísland -  Egyptaland                                   sýndur á BBO
Ísland -  Búlgaría                                         sýndur á BBO

 hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

19.10.2011

22 stig á móti Singapore

'Ísland fékk 22 stig á móti Singapore í morgunleiknum
Íslenska liðið er komið í 4 sæti
Næsti leikur er við Indverja kl. 11:45
Ísland - Indland      14-16
Ísland - Kanada      21- 9                 kl. 14:45

 hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

19.10.2011

Kveðja frá HM

  "Langur og hlykkjóttur vegur" Heimsmeistarmótið í bridge hafið og þremur keppnisdögum lokið, þriðjudagurinn var dagur Íslands, í morgun var sýnt frá leik Íslands og Kína í stórum sýningarsal og 3 menn til útskýringar á leiknum, Íslendingum var þar hrósað mjög fyrir góða spilamennsku og við enduðum á að vinna Kína 17-13, en Kína er mjög vaxandi þjóð í bridge og ætlar sér stóra hluti þar á næstu árum, næsta var komið að Chile og þar vannst glæsilegur sigur 23-7, og deginum lauk með enn einum sigrinum nú á Japan 23-7, en þeir hafa sterku liði á að skipa. Eftir þessa góðu frammistöðu er Ísland komið í 6 sæti. Mjög góður andi er í íslenska hópnum og menn voru staðráðnir í því eftir dapra frammistöðu á móti Guadeloupe á mánudag að bíta í skjaldarenndurnar og sýna hvað í liðinu býr. Á mánudagskvöld var farið í nær klukkatíma göngutúr í fallegu haustveðri sem er hér í Hollandi rétt um 14 stiga hiti. Á mótinu er gefið út daglegt fréttablað og fyrirsögnin er fengin þar "Long and winding road" sem er reyndar titill á gömlu Bítlalagi, en þetta er réttnefni leiðin er löng og hlykkjótt og margt að varast í spilamennskunni. Ísland hefur fengið góða umfjöllun í þessu blaði. Björn landsliðsfyrirliði hefur stýrt sýnum mönnum eins og góðum herforingja sæmir. Ef íslensku spilarnir spila jafnvel og þeir gerðu í dag þá verður útkoman góð, en það er margir erfiðir leikir eftir og margar þjóðir að keppa um þessi átta sæti sem liggja í úrslitakeppnina. Miðvikudagurinn verður spennandi, og þar erum við að spila við lönd sem kunna ýmislegt fyrir sér í bridge.

Með bestu kveðju og vonandi fylgja góðar fréttir næstu daga
Jafet S. Ólafsson, forseti Bridgesambandsins

18.10.2011

63 stig í húsi í dag

Ísland vann síðasta leikinn í dag 23- 7 gegn Japönum
Ísland er komið í 6 sæti með 147,5 stig

Leikir morgundagsins 19.okt. eru við Singapore, Indland og Kanada
kl. 8:30, 11:45 og 14:45
Áfram Ísland

hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

18.10.2011

23-7 gegn Chile

Íslenska liðið fékk 23 stig á móti Chile í 2 leik í dag.
Þeir fengu 17 á móti Kínverjum og síðasti leikur dagsins
er á móti Japönum kl. 14:45

Ísland - Kína         17-13
Ísland - Chile        23- 7
Ísland - Japan      23- 7                  sýndur á BB

hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

17.10.2011

Jafntefli gegn Ítölum

Ísland gerði jafntefli 15-15  gegn Ítölum í síðasta leik dagsins.
Leikir morgundagsins 18.okt.  eru
kl.  8:30  Ísland - Kína         17-13
kl. 11:45 Ísland - Chile
kl. 14:45 Ísland - Japan

17.10.2011

14-16 gegn USA1

Íslendingar gerður jafntefli við USA1         14-16
Næsti leikur er kl. 11:45 gegn Guadalope    8-22
Íslands vs. Ítalíu á BBO kl. 14:45 

hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

17.10.2011

Hrólfur og Sigtryggur Íslandsmeistarar

Hrólfur Hjaltason og Sigtryggur Sigurðsson eru Íslandsmeistarar
í eldri spilarar tvímenning sem fram fór í dag 15.október.
Við óskum sigurvegurum mótsins til hamingju


1 sæti    58,4 %   Hrólfur Hjaltason - Sigtryggur Sigurðsson    
2 sæti    58,3 %   Helgi Sigurðsson - Ísak Örn Sigurðsson       
3 sæti    55,4 %   Þorsteinn Ásgeirsson - Arnór Ragnarsson 

Hægt að sjá allt um mótið hér

16.10.2011

Leikir morgundagsins 17.október á HM

Ísland - USA1   kl. 8:30
Ísland - Guadalope  kl. 11:45
Ísland - Ítalía   kl. 14:45    sýndur BBO

16.10.2011

Byrjar vel hjá Íslendingum

Ísland vann Svíþjóð í fyrsta leik á Bermuda Bowl 23-7 nú í morgun.
Leikurinn var sýndur á BBO og var ekki leiðinlegt að horfa á þa vinna Svíana
Næsti leikur er kl. 11:45 við Ný sjálendinga.
Ísland gerði jafntefli við Nýja Sjáland 15-15
Síðasti leikur í dagsins byrjar kl. 14:45 og verður við Brazilíu
Leikurinn við Brazilíu fór ekki vel, Íslendingar töpuðu 10-20
Íslenska liðið verður ekki meira á BBO í dag, en hægt er að fylgjast með skorinu hér

16.10.2011

Bermuda Bowl í Veldhoven Hollandi

Heimsmeistaramótið hefst í dag 16.okt.  
Landsliðið í opna flokknum þeir: Magnús E. Magnússon, Sigurbjörn Haraldsson, Jón Baldursson,
Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H. Einarsson, héldu af stað í morgun til Hollands
ásamt fyrirliða liðsins Birni Eysteinssyni.
Jafet Ólafsson forseti sambandsins er á staðnum þeim til halds og trausts á meðan
mótið stendur yfir.
Fyrsti leikur okkar manna verður við frændur okkar Svía kl. 8:30 og verður hann 
á BBO
síðan kemur Nýja Sjáland kl. 11:45 og lokaleikur dagins
verður við Brazilíu kl. 14:45


Hægt verður að fylgjast með mótinu hér og einnig verða leikir sýndir á BBO

13.10.2011

Íslandsmót eldri spilara

Íslandsmót eldri spilara verður haldið laugardaginn 15.október n.k.
Spilarar þurfa að vera að lágmarki 50+ ára eða samanagður aldur parsins 110 ára
Hægt er að skrá sig hér og í síma 5879360
Íslandsmeistarar frá 2010 eru þeir félagar Örn Einarsson og Jens Karlsson 
Hér má sjá skráningarlista

11.10.2011

Íslendingar urðu Heimsmeistarar11.október 1991

Dagurinn í dag er nokkuð merkilegur bridgesögu Íslands, 20 ár eru liðin síðan Ísland varð heimsmeistari í bridge, vann Bermunda skálina frægu í Japan.
16.október n.k. fáum við annað tækifæri til spila um þessa frægu skál

Þeir Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson ásamt Birni Eysteinssyni,þjálfara
eru í liðinu öðru sinni, ásamt þeim fara Bjarni H. Einarsson, Magnús E. Magnússon
og Sigurbjörn Haraldsson.
Í tilefni dagsins kl.18-18:45 í dag verður Björn Eysteinsson með fyrirlestur og verður
hægt að fá sér kaffi og kökusneið. Allir velkomnir.

9.10.2011

Alda og Stefanía Íslandsmeistarar í tvímenning

Alda Guðnadóttir og Stefánía Sigurbjörnsdóttir sigruðu Íslandsmót kvenna í tvímenning 2011

Alda og Stefánía voru með 58,9 % s í kjölfarið komu þær mæðgur
Anna Þóra jónsdóttir og Esther Jakobsdóttir, með 58,8 %
Í þriðja sæti voru Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir með 55,4 %
Við þökkum keppendum fyrir þátttökuna í mótinu og sigurvegurum til hamingju
Heimasíða mótsins

3.10.2011

Íslandsmót kvenna í tvímenning

Íslandsmót kvenna í tvímenning fer fram 7-8.október
Mótið hefst kl. 18:30 á föstudaginn og heldur áfram kl. 10:30 á laugardeginum
Hægt að skrá sig hér  og í síma 587 9360

Heimasíða mótsins

1.10.2011

Íslandsmót í Bötler tvímenningi

Hlynur Angantýsson og Jón Ingþórsson rótbustuðu mótið og fengu 120 stig.  Aron Þorfinnsson og Guðmundur Snorrason voru í öðru sæti með 120 stig.  Í þriðja sæti voru Kjartan Ásmundsson og Stefán Jóhannsson með 67 stig

Hlynur Angantýsson og Jón Ingþórsson
Sjá nánar á heimasíðu mótsins

27.9.2011

Íslandsmót í sagnkeppni

Fyrsta Íslandsmótið á þessum spila-vetri er Íslandsmótið í sagnkeppni
Mótið hefst föstudaginn 30.september,  mæting er  kl. 19:15
Mótið hefst kl. 19:30 og lýkur kl. 21:00
Melduð verða 30 spil á 90 mínútum
Mótanefnd sér um framkvæmd mótsins

19.9.2011

Bermuda Bowl 20 ára afmælismót

Þann 11.október  n.k. eru  liðin 20 ár síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar í Bridge, í því
tilefni var blásið til afmælismóts laugardaginn 17.september, til styrktar landsliðinu fyrir Bermuda Bowl í Veldhoven í október n.k.
Fjöldi fyrtækja styrktu þetta skemmtilega mót sem haldið var í tónlistarhúsi Hörpunnar
og tókst afburðarvel.

1.sæti   HS Orka með þá Pál Valdimarsson og Morten Bilde, frá Danmörku  með 360,6 stig
2.sæti Jón Ásbjörnsson hf með þá Guðm. Sv. Hermannsson og Marek Szymanowski, frá Póllandi
3.sæti Arctica með Agnar Hansson og Jens Auken, frá Danmörku með 344,4 stig
Hægt að sjá stöðuna í mótinu hér 
Styrktaraðilar mótsins eru:
Mannvit hf, Aðalskoðun hf. Landsbankinn hf, Plastprent, Kaupfélag Skagfirðinga, Lyfjaver hf,
Nýherji hf, Íslandsbanki Lækjagötu, Garðs apótek, Þrír frakkar, Þörbjörn hf Grindavík, Vörður hf;
KPMG, GROCO hf, World Calss, Olís hf, Mjólkursamsalan, Blá Lónið, Open kerfi hf, 365 miðlar hf,
Jón Ásbjörnsson hf, HS Orka, Logoflex, Hraðfyrstihús Hellissands, Harpan, Arctica,
Myndform, Bernhard ehf, Bananar hf, HB Grandi hf, Actavis Group, Málning hf,
Kjaran, Málmtækni, Grant Thornton
Bridgesambandið þakkar öllum velunnurum Bridgesambandsins fyrir þátttökuna í mótinu.

13.9.2011

Æfingamót í boði Iceland Express og CenterHotel Plaza

Annað landsliðsæfingamót í boði Iceland Express verður haldið á CenterHotel Plaza
helgina 16-18.september n.k. Mótið verður spilað í nýjum fundarsal CenterHotels Plaza
Boðsgestirnir sem koma í boði Iceland Express eru:
Danmörk - Jens Auken og Sören Chrisiansen, Morten Bilde og Jörgen Hansen
Pólland    - Marek Szymanowski og Piotr Walszak, Piotr Zak og Jerzy Zaremba
Svíþjóð     - Tommy Gullberg og Per Olof Sundelin
Dagskrá:
Föstud.   16.sept. kl. 18:00   2x16 spil
Laugard. 17.sept. kl. 10:00   3x16 spil
Sunnud. 18.sept. kl. 10:00   3x16 spil  
Einnig spila allir þessir aðilar ásamt okkar landsliðsmönnum í fjáröflunarmóti
fyrir Bermuda Bowl, í Hörpunni laugard. 17.sept. frá kl. 16:00-19:00  
Nánar um það mót hér
Hægt verður að fylgjast með running scori á heimasíðu BSÍ
Bridgespilarar eru hvattir til koma og fylgjast með á CenterHotel Plaza

Heimasíða Landsliðskeppni Iceland Express og CenterHotelPlaza

12.9.2011

Grant Thornton Bikarmeistarar 2011

Sveit Grant Thornton er Bikarmeistari 2011.  Sveit Grants spilaði úrslitaleikinn við
Haustak frá Austfjörðum sem fór 144-116

 

Með Grant spiluðu Sveinn R. Eiríksson, Hrólfur Hjaltason, Júlíus Sigurjónsson og Þröstur Ingimarsson 

Heimasíða Bikarkeppninnar 2011

5.9.2011

Búið að draga í undanúrslit í Bikarkeppni 2011

Undanúrslit Bikarkeppni 2011

  • Birkir J. Jónsson -  Grant Thornton
  • Garðs apótek - Haustak
LIFANDI ÚRSLIT/RUNNING SCORE

Heimasíða Bikarkeppni 2011

2.9.2011

Lokamót Sumarbridge 2011 - föstudaginn 9. september kl 18:00

Lokamót Sumarbridge 2011 fer fram föstudaginn 9. september og byrjar kl 18:00. Spilaðar verða 10 umferðir með 4 spilum á milli para. Spilað verður um silfurstig. Keppnisgjald er 1500 kr. á spilara og veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin:

  • 1. verðlaun:   Keppnisgjald fyrir 1 par á Bridgehátíð 2012
  • 2. verðlaun:   Keppnisgjald fyrir 1 par á Íslandsmótið í Butler tvímenning 2012
  • 3-5. verðlaun: Keppnisgjald fyrir 2 spilara á Íslandsmótið í einmenning 2011.

Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir 3 bronsstigahæstu karl og kvenspilara sumarsins.

26.8.2011

Landsliðsæfing um helgina á Grand Hotel

3 norsk og 2 dönsk pör koma til landsins í dag í boði Iceland Express til að spila
á móti okkar landsliðsmönnum:
Spilamennska hefst kl. 18:15 föstud. 26.ágúst og verða spilaðir 2x16 spilaleikir
laugard. 27.ágúst kl. 10:15 verða spilaðir 4x16 spilaleikir
sunnud. 28.ágúst kl. 10:15 verða spilaðir 3x16 spilaleikir
Gestir eru velkomnir að koma og fylgjast með og hvetja að sjálfsögðu okkar menn
Spilað verður á 4ju hæð í sal Háteig B á Grand Hotel v/Sigtún

Hægt verður að fylgjast með running skori og butler á síðunni

www.bridge.is/results

l

31.5.2011

Bikarkeppni BSÍ 2011

1.umferð í bikarnum dettur út
Búið er að draga í 2.umferð í Bikarnum og á þeirri umferð að
vera lokið 3.júlí Heimasíða mótsins

31.5.2011

Bronsið til Íslands

Dramatískar lokamínútur á skemmtilegu móti

Íslenska landsliðið í bridge er nú kominn heim. Spiluð var tvöföld umferð bæði í kvennaflokki og í opnum flokki. Í opnum flokki var keppnin æsispennandi, þegar eitt spil var eftir þá var Ísland efst með 169 stig, Norðmenn með 168 stig og Svíar með 167 stig. Þetta síðasta spil varð okkur óhagstætt, töpuðum 11 impum sem breytti 15:15 úrslitum í 12:18 tap fyrir Finnum
 
Aðalsteinn, Bjarni, Páll og Ragnar
Lokastaðan á NM
Norðmenn efstir með169 stig, nr. tvö voru Svíar með 168 stig og bronsið fór til Íslands, sem fékk 167 stig. 

Heimasíða mótsins 

Jöfn keppni í kvennaflokki

Eftir jafnt mót allan tímann náðu dönsku stúlkurnar að síga framúr og enduðu efstar með 179stig, síðan Norðmenn með 168 stig og Finnar í þriðja með 162 stig. Kvennaliðið okkar endaði núna í fimmta og síðasta sæti, það var nokkuð ófarsælt og hefði með smá heppni vel getað blandað sér í keppni um efri sætin, vann t.d. Dani 17:13 og jafnt 15:15, gekk verst á móti Svíum 22:8 í báðum leikjum.

Í Finnlandi fyrir 2 árum enduðum við í 4. sæti. Stórt tap í lokin fyrir Dönum, eyðilagði vonir um 2. Sætið.

Allar aðstæður voru mjög góðar, allir á sama hóteli saman og keppnin á sama stað, Scandic Vest í Örebro

24.5.2011

NM hefst föstudaginn 27.maíÞeir sem keppa fyrir Íslands hönd í opna flokknum eru
 
Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni H. Einarsson, Páll Valdimarsson og Ragnar Magnússon
Hægt verður að fylgjast með mótinu á BBO 

Í kvennaflokki spila:                                              Heimasíða mótsins


Alda Guðnadóttir, Stefanía Sigurbjörnsdóttir, Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir

23.5.2011

Bikarkeppni BSÍ 2011

Skráningarfrestur í Bikarinn er til kl. 16:00 í dag, mánudaginn 23.maí n.k.
Dregið verður í sumarbridge í  kvöld.
Allir hjartanlega velkomnir að taka þátt.
Hægt er að skrá sig hér og í síma 587 9360
Hægt er að sjá skráningarlista hér

Frestur til að ljúka umferðum er þannig

2.umferð                        3. júlí
3. umferð                     14. ágúst
4. umferð
                      4. september
Undanúrslit                  10. september

Úrslit                              11. september

Nöfn og símanúmer fyrirliða sveita

19.5.2011

Íslenska landsliðið á boðsmót til Hollands

Íslensku landsliðsmennirnir okkar í opnum flokki halda til Hollands í morgun,
Þetta mót er eitt af undirbúningmótum fyrir Bermuda Bowl sem haldið verður í október í Hollandi.

Þeir sem fara eru: Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni H. Einarsson, Magnús E. Magnússon
Sigrbjörn Haraldsson, Jón Baldursson og Steinar Jónsson, sem fer í stað  Þorláks Jónssonar v/forfalla
Sýnt verður frá mótinu á BBO
 

Heimasíða mótsins bridge.nl

12.5.2011

Heimsmeistarmótið– Val á landsliðshópi og landsliðs fyrirliða

Landsliðsnefnd Bridgesambands Íslands hefur valið landslið og landsliðsfyrirliða
sem keppa munu fyrir Íslands hönd í  úrslitum Heimsmeistaramóts í sveitakeppni,
Bermuda Bowl, (Bermuda skálin), í október 2011 sem haldið er í Hollandi.
Þau pör sem orðið hafa fyrir valinu eru:
Aðalsteinn Jörgensen - Bjarni H. Einarsson
Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson
Magnús E. Magnússon - Sigurbjörn Haraldsson
Landsliðsfyrirliði verður Björn Eysteinsson

Framundan er mikill undirbúningur fyrir heimsmeistarmótið, þátttaka í sterku æfingamóti í Hollandi í maí,
en hollenska landsliðið sem eru gestgjafar og þátttakendur á Heimmeistaramótinu, eru líka byrjaðir að undbúa sitt lið.
Þá er Norðulandamót um mánaðarmótin maí/júní, mót í Þýskalandi í ágúst. Í september verður haldið í Reykjavík sérstakt boðsmót og einning æfingamót með þátttöku þekktra spilara frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Þeir sem fara fyrir Íslands hönd á NM eru:
Páll Valdimarsson - Ragnar Magnússon
Aðalsteinn Jörgensen - Bjarni H. Einarsson
Í kvennaflokki fara þær:
Anna Ívarsdóttir - Guðrún Óskarsdóttir
Alda Guðnadóttir - Stefanía Sigurbjörnsdóttir

9.5.2011

Kjördæmameistarar 2011

Lið Norðurlands-eystra eru Kjördæmameistarar 2011
Mikil dramatík var í síðustu umferðinni þegar Reykjavík og sigurvegararnir
áttu innbirgðis viðureign og átti Reykjavík 6 stig á N-eystra, en ekki dugði það fyrir
Reykvíkinga og töpuðu þeir í heildina fyrir þeim.
Mótið gekk í alla staði frábærlega vel og má þakka það öllum þeim Siglfirðingum
sem komu að mótinu á einn eða annann hátt, keppendum og Vigfúsi keppnisstjóra

Lið Norðurlands-eystra 
Til hamingju með sigurinn N-eystra 

2.5.2011

Grant Thornton Íslandsmeistar 3ja árið í röð

Grant Thornton eru Íslandsmeistarar í sveitakeppni 2011 með 249 stig
Í 2 sæti varð sveit  Sparisjóðs Siglufjarðar með 247 og
í 3ja sæti urðu þeir í sveit Garðs apótek með 239
Við óskum Íslandsmeisturum Grant Thornton til hamingju með sigurinn
og keppendum þökkum við fyrir ánægjulegt mót
Ísl.mót í svk. 2011
Í vinningsliðinu spiluðu Ómar Olgeirsson, Sveinn R. Eiríksson, Oddur Hjaltason, Hrólfur Hjaltason
Magnús E. Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson. Með þeim á myndinni er Jafet Ólafsson forseti sambandsins

Heimasíða mótstins

2.5.2011

Íslandmsótið í sveitakeppni

4ra liða úrslitin hófust kl. 11:00 í morgun þær fjórar sveitir sem spila um títilinn eru sveitirnar:
Garðs apótek með             202 stig
Grant Thornton með          200 stig
Sparisj. Siglufjarðar með   200 stig
Aron N.  Þorfinnson með   173 stig
Sýnt er frá leikjum á BBO

27.4.2011

Iceland Express Íslandsmótið í sveitakeppni

Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni hefjast föstudaginn 29.apríl kl.11:00
Spilað verður íi húsnæði BSÍ Síðumúl 37
Sýnt verður frá mótinu á BBO
Heimasíða mótsins

18.4.2011

Rosemary og Pétur Íslandsmeistarar í Paratvímenning 2011

Það var hörkuspenna í lokaumferðunum í Íslandsmótinu í Paratvímenning 2011.

Rosemary Shaw og Pétur Gíslason voru hlutskörpust og stóðu uppi sem sigurvegarar með 1161 stig sem jafngildir 57,4% skori. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Rosemary en fyrsti titill hjá Pétri.
Íslm.paratv. 2011

Í 2. sæti voru Íslandsmeistarar í Paratvímenning 2010, Esther Jakobsdóttir og Guðmundur Sv. Hermannsson. Í 3. sæti voru Mary Pat og Páll Hjaltason.

Nánari upplýsingar um stöðu og öll spil er að finna á heimasíðu mótsins

18.4.2011

Landsliðshópur í Kína 18-22.apríl

Landsliðshópurinn Júlíus Sigurjónsson, Þröstur Ingimarsson, Sigurbjörn Haraldsson og Magnús E. Magnússon
eru að spila á sterku móti í Wuxi í Kína. dagana 18-22.apríl.
Byrjað var að spila kl. 01:30 í nótt og eru Íslendingar með 58 stig eftir 5.umferðir
Hægt er að fylgjast með á BBO og á heimasíðu mótsins http://yehcup2011.wuxi.cn/

1.4.2011

Íslandsmótið í paratvímenning

Íslandsmótið í paratvímenning verður spilað föstudagskvöldið 15.apríl og laugardagnn 16.apríl
Byrjað verður að spila kl. 19:00 á föstudeginum, á laugardeginum hefst spilamennska kl. 11:00
Hægt er að skrá sig r og í síma 587 9360
Núverandi Íslandsmeistar eru Esther Jakobsdóttir og Guðm. Sv. Hermannsson 

Heimasíða mótsins með LIFANDI ÚRSLITUM

Skráningarlisti

28.3.2011

Iceland Express Íslandsmótið í sveitakeppni

Þær 12 sveitir sem komust áfram í úrslitin

    A-riðill

1. Grant Thornton.........................  175   Reykajvík
2. Aron N. Þorfinnsson.................... 168   Reykjavík
3. Baugur...................................... 162  Reykjanes
    B-riðill
1. Vestri........................................ 183  Reykjanes
2. Málning hf.................................. 145  Reykjanes 
3. SS............................................ 144  Reykjavík  
    C-riðill
1. Sparisjóður Siglufjarðar................. 181  Reykjavík
2. Ólafur Jónsson............................ 154  N-vestra
3. Eiríkur Hjaltason.......................... 150  Reykjavík
    D-riðill
1. Sagaplast................................... 178  N-eystra
2. Garðs apótek.............................. 171  Reykjavík
3. Jón Ásbjörnsson hf...................... 163  Suðurland

Úrslitin verða spiluð dagana 29.apríl til 2.maí
Núverandi Íslandsmeistarar er sveit Grant Thornton 

Hér er

Töfluröð og umferðaröð        

Tímatafla

Reglugerð mótsins

Reglugerð um skerma 

21.3.2011

Undanúrslitin í sveitakeppni í Síðumúla 32

Undanúrslitin í sveitakeppni verða spiluð í Síðumúla 32, ( þar sem Bridgehátíðin var )
Heimasíða undanúrslitana

18.3.2011

Framhaldsskólamót

Framhalddsskólamót sem halda átti laugardaginn 19.mars fellur niður vegna
ónægrar þátttöku

14.3.2011

Framhaldsskólamót í tvímenning 2011

Efnt verður til framhaldsskólamóts í tvímenningi þ. 19. mars n.k.,
í húsi Bridgesambandsins að Síðumúla 37 (ef næg þátttaka fæst).

Rétt til þátttöku eiga allir framhaldsskólanemar landsins og yngri spilarar
Hægt er að skrá sig hér og í síma 5879360
Skráningu lýkur þann 17. mars kl.16.00.
Mótið hefst kl. 11 (árdegis) og lýkur milli kl. 16-17

Verðlaun verða veitt í mótslok fyrir 3 efstu sætin

Hér má sjá þá sem skráðir eru

11.3.2011

Undanúrslit í Iceland Express Íslandsmótinu í sveitakeppni 2011

Mótanefnd var rétt í þessu að draga í riðla og er hægt að sjá niðurröðunina með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Riðlaskipting

Frekari upplýsingar verður svo að finna á heimasíðu mótsins

Heimasíða undanúrslita í sveitakeppni 2011

7.3.2011

Kvennalandslið valið fyrir Norðurlandamótið 2011

Búið er að velja kvennalandslið fyrir Norðurlandamótið í Örebro sem
haldið verður dagana 27-29.maí 2011
Þær sem hafa orðið fyrir valinu eru Anna Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir,
Alda Guðnadóttir og Stefanía Sigurbjörnsdóttir.

7.3.2011

Aðalsteinn og Bjarni Íslandsmeistarar í tvímenning

Nýkrýndir Íslandsmeistarar í tvímenning eru
Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H. Einarsson
Í öðru sæti urðu þeir Ásmundur Pálsson og Guðmundur Páll Anrnarson
og í 3ja sæti voru Jón Ingþórsson og Sveinn R. Eiríksson

Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H. Einarsson

Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum keppendum fyrir þátttökuna
Hægt er að sjá úrslit  mótsins hér

2.3.2011

Íslandsmót í tvímenning 2011

Spilað verður í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37
Íslandsmótið í tvimenning verður haldið dagana 5. og 6.mars n.k.
Mótið er opið öllum
Keppnisgjald er 10.000 á parið
Hægt er að skrá sig hér og í síma 587-9360
Skráningu lýkur kl. 16:00 föstudaginn 4.mars
Núerandi Íslandsmeistarar eru: Haukur Ingason og Jón Þorvarðarson  
                                                                     
 Tímatafla                                                       

Heimasíða Íslandsmótsins í tvímenning 2011

1.3.2011

Bókargjöf


 Þær Ólöf og Guðný heimsóttu í dag ungan áhugamann um Bridge
 Pétur Guðmundsso á LSH Grensáseild
og færðu honum 2 bridgebækur að gjöf eftir Guðmund P. Arnarson
Vonandi sjáum við þennann unga og hressa áhugamann við spilaborðið
fyrr en seinna. 

20.2.2011

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni 2011: Sveit Önnu Ívarsdóttur öruggur sigurvegari!

Sveit Önnu Ívarsdóttur var öruggur sigurvegari í Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni 2011. Þær fengu 234 vinningsstig í 11 umferðum sem jafngildir rúmlega 21 vinningsstig í leik. Í sveitinni spiluðu: Anna Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir.

Í 2. sæti var sveitin Vorboðar með 203 vinningsstig og í 3. sæti var sveitin Plastprent.

Öll úrslit og spil má sjá á heimasíðu Íslandsmót kvenna í sveitakeppni 2011

1.2.2011

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni 2011

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni var að hefjast kl. 11:00 í dag.
Hægt verður að fylgjast með úrslitum í beinni lýsingu á heimasíðu mótsins:

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni 2011


Núverandi íslandsmeistarar eru þær:
Anna Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir
Hjördís Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Nielsen.
Sjáumst hressar og kátar.
Skráningarlisti

31.1.2011

Sveit Gillis sigurvegari í sveitakeppni Bridgehátíðar

Norsku meðlimirnir 3, Boye Brogeland, Marianne Harding og Odin Svendsen sem spiluðu með hinum skoska Simoni Gillis
sigruðu sveitakeppni Bridgehátíðar með 190 stig,

 
Í 2 sæti varð sveit Rune Hauge með 184 stig og í því 3 urðu sænskir meðlimir sem
spiluðu fyrir Iceland Express með 183 stig
Sveita Garðs apótek varð í 4 sæti með 180 stig

30.1.2011

Íslenskur sigur í tvímenning Bridgehátíðar

Þeir Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson sigruðu tvímenning Bridgehátíðar með 58,7 % skor
Norðmenn röðuðu sér í 4 næstu sæti fyrir neðan þá félaga Þorlák og Jón:


2     Rune Hauge - Tor Helness                   með 58,2 %                            
3     Thor Erik Hoftaniska - Thomas Charlsen     58,1              
4     Arve Farstad - Lars Eide                             56,7                         
5     Erik Sælensminde - Per Erik Austberg         55,6             

Stjórnborð

Stækka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda þessa síðu Prenta þessa síðu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viðburðadagatal

Engin skráður viðburður framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóð:

Forsíða » Fréttir

Myndir


Auglýsing