Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

29.10.2011

Íslandmótið í einmenning

Nýkrýndur Íslandsmeistari í einmenning 2011 er Suðurnesjabúinn
Garðar Garðarsson með 1427,6 stig.

Arnar Geir Hinriksson var í öðru sæti með 1416,3 stig
Þóranna Pálsdóttir var í Þriðja sæti með 1412,9 stig
Við óskum þeim til hamingju með sigurinn og öllum keppendum
þökkum við fyrir þátttökuna

Heimasíða mótsins

28.10.2011

Íslandsmót í einmenning

Íslandsmótið í einmenning verður haldið dagana 28 og 29.október n.k. og hefst spilamennska kl. 19:00 á föstudaginn
og kl. 11:00 laugardaginn 29.október.
Hægt er að skrá sig í sima 5879360 og hér
Íslandsmeistari frá 2010 er Frank Guðmundsson

Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi á föstudaginn !

Skráningarlisti

27.10.2011

Frá Veldhoven

Þjölþjóðlega keppnin hélt áfram í dag og og lauk um miðjan daginn (fimmtudag), íslenska liðið var í góðri stöðu þegar keppnin hófst var í 5. sæti, en ekkert gekk upp í dag og við enduðum keppni í 21. sæti af 152 sterkum sveitum, ekki slæm úrslít en við viljum vera í toppslaggnum en það tókst ekki nú. Úrslita baráttann í algleymingi í Bermunda skálinni, Bandaríki byrjuðu vel en Hollendigar tóku góða sprett í lok dagsins, eru yfir með 22 stig,en þau geta verið fljót að fara. Við höldum með Hollandi að sjálfsögðu. En gleymum því ekki Ísland endaði í 5-8 sæti í stærstu alþjóðlegu bridgekeppninni sem haldin er, það eru góð úrslit fyrir okkur og við skulum vera stolt að því og mætum enn sterkari til leiks á næsta heimsmeistaramóti í bridge. lokakveðja frá íslenskum spilurunum í Veldhoven..       Jafet, forseti Bridgesambandsins

26.10.2011

Holland og USA2 í úrslitaleikinn á HM

Sveinn Hollands vann sveit Ítalíu í 4ra liða úrslitum á HM í dag
Sveit USA2  vann sveit USA1 með 60 stiga mun og spila því á móti Hollendingum 
Holland  og Bandaríska sveitin USA2 spila því til úrslita á HM næstu 3 daga
Spiluð eru 128 spil í úrslitaleiknum sem byrjar kl. 8:30 27.október

 BBO

Heimasíða HM

Landslið Íslands er í 5 sæti í Transnational Open eftir 11 umferðir af 15
8 efstu sveitirnar í þessu móti fara í undanúrslit líkt og á Bermuda Bowl

24.10.2011

Hlykkjóttur vegur á enda

"Hlykkkjótti vegurinn á enda"...
Íslenska liðið átti góðan seinnihálfleik á móti Hollnadi, en það dugði ekki til og við erum dottnir úr leik. Það að lenda í 5-8 sæti í hópíþrótt er ekki slæmt og við getum verið stollt af því. Bridgeíþróttin á Íslandi stendur hátt á alþjóðlegan mælikvarða. Það voru í upphafi 130 þjóðir að keppa að þessu markmiði. Við getum sagt að á Íslandi er það einungis handboltinn sem nær þessu marki að vera í toppsætunum á alþjóðlega vísu. Eftir leikinn við Hollendinga fór ég og Björn fyrirliði til fundar við Hollenska landsliðið þjálfara þess og fyrirliða, færðu þeim bókargjöf, 360 gráður Ísland, við myndum að sjálfsögðu halda með þeim í loka úrslitunum og óskum þeim góðs gengis. Þeir voru hræðir yfir þessum kveðjum og hvattningarorðum, við höfum hvergi heyrst minnst á "Ice save" hér í Hollandi, þannig að orðspor Íslands hefur ekki beðið hnekki og það hafa margir mynnst á það að þér ætli sér að koma til Íslands, Icelandair þarf örugglega að fjölga flugferðum frá Hollandi á næstu árum. Nú tekur við mikið mót fyrir þá sem eru dottnir út og fjölda annarra sveita "transnational" keppni og okkar menn taka þátt í henni. Hér er nú mætt fjöldinn allur af nýjum keppendum og þar má sjá mörg þekkt nöfn....Það er mikil eftirvænting og spenna í loftinu...með kveðju frá Veldhoven Jafet

24.10.2011

8 liða úrsltium er lokið

Hollendingar unnu Íslendinga í 8 liða úrslitum með 91 stigi á HM
Í 4ra liða úrslitum spila áfram
Ítalía, Holland, USA1 og USA2
En við höldum að sjáfsögðu áfram að fylgjast með HM til loka mótsins
Ísland heldur áfram þátttöku í Transnational Open Team Championship
en yfir 150 sveitir eru skráðar til leiks frá 40 löndum
Þetta mót byrjar kl. 18:30 í kvöld spilaðar verða 10 spila leikir 15 umferðir
2 umferðir verða spilarðar í kvöld

BBO

Heimasíða HM

24.10.2011

6 og síðasta lotan í 8 liða úrslitum

6 lotan í 8 liða úrslitum hefst eftir 10 mínútur
Ísland hefur syrkt stöðu sína í 2 síðustu lotonum til muna
Staðan fyrir síðustu lotuna er Ísland 102 og Holland 175

BBO

Heimasíða HM

24.10.2011

4 lotur búnar af 6

Eftir 4 lotur af 6 í 8 liða úrslitum á HM er
Ísland með 66 stig og Hollendingar með 161 stig

23.10.2011

Svartur sunnudagur

  Svartur sunnudagur. Það gekk ekkert upp í spilunum á móti Hollendingum á sunnudag og eftir fyrrihálfleik undanúrslitana er staðan 154 á mmóti 44, á fótboltamáli væri staðan 3-0 Hollendingum í vil. Það þarf allt að ganga upp til að hægt verði að vinna þennan mikla mun upp í dag, mánudag. En það eru 48 spil eftir og sveiflan og spilagyðjan þarf að vera okkur hliðholl. Við sáum það í öðrum undanúrslitaleik að Svíar voru komnir töluvert yfir USA 2 sveitina það breyttist í 5 spilum í röð halaði Bandaríska sveitin inn 37 impa og komst yfir. Þarna stefnir í æsispennandi keppni. Það var farið í langan göngutúr í gærkvöldi, gleyma vonbrigðum sunnudagsins og byggja upp keppnisandann að nýju...Hópurinn sendir bestu kveðjur heim og þakkar fyrir góðan stuðning og góða strauma að heiman...

með kveðju frá Veldhoven Jafet

23.10.2011

8 liða úrslitin á HM

Ísland mætir Hollendingum í 8 liða úrslitum á HM
kl.8:30 í dag 23.okt. 

Eftir 3 lotur af 6 er Ísland með 44 stig á móti 154 hjá Hollandi

BBO

Heimasíða HM

22.10.2011

Markmiðinu náð

  Markmiðinu náð, Fyrir mótið var stefnan auðvitað sett á að koma Íslandi í lokaúrslitin það tókst þó tæpt væri, en það spyr enginn að því síðar meir. Þetta var langur og hlykkjóttur vegur, en við fórum allan veginn og erum komin mark. Nú hefst nýtt mót og allt getur gerst. Við höfum séð það að Ísland getur unnið hvaða lið sem er. Hollendingarnir kusu að fá að spila við Ísland, við erum mjög sáttir við, það er mikil pressa á Hollenska liðinu, þeir eru á heimavelli, fjölmiðlapressan er kominn í málið, alltaf þegar vel gengur.

Nú tekur við mikil tör og þá fer að reyna á úthaldið, íslenska liðið er tilbúið í slaginn og eftir fundinn í kvöld (laugardagskvöld) þá er ég hæfilega bjartsýnn á framhaldið. Það getur allt gerst..og við ætlum að láta það gerast okkur í hag..

kveðja frá Veldhoven Jafet

22.10.2011

Ísland spilar í 8 liða úrslitum á HM

Íslenska landsliðið spilar í 8 liða úrslitum á HM
Ísland fékk 12 stig á móti USA2 í síðasta leiknum í dag.
Fjöldi manna hefur verið að horfa á hér í Bridgesambandiu í dag
mikil stemning í gangi og fagnaðalætin mikil þegar úrslit voru ráðin
í hinum leikjunum.
Til hamingju Ísland
Þau lið sem spila í 8 liða úrslitum eru: Ítalía, Holland, USA2, USA1,  Ísrael
Kína, Svíðjóð og Ísland
Fyrsti leikurinn er í fyrramálið kl. 8:30, 11:45 og 14:45 
Hægt verður sjá  hér seinna í kvöld hvernig liðin raðast saman. 

21.10.2011

Hittumst kl. 11:30

Mætum öll saman og horfum á 2 síðustu leikina  í Síðumúlanum
Ísiland spilar við  Pólland kl. 11:45 og við USA2 kl. 14:45
sem er síðasti leikurinn í undankeppninni  og verður  sýndur á BBO 
Stiðjum okkar menn og sendum þeim fallega strauma frá okkur saman

Ísland - S-Afríka     14-16
Ísland - Pólland      15-15
Ísland - USA2         12-18              sýndur á BBO 
     

21.10.2011

Erfiður dagur

Erfiður dagur að baki.
Þar kom að því að það slægi í bakseglin, Ísland átti erfiðan og slæman dag, töpuðum illa fyrir Hollandi og Áströlum, en náðum að merja sigur á Ísrael. Það var vitað að allir þessir leikir yrðu erfiðir, Ástralir eru að berjast við að komast í 7-8 sætið og Holland og Ísrael er fyrir ofan okkur á töflunni og hafa verið það mest allt mótið. Við erum þó í 6 sæti og mikill möguleiki að komast áfram. Á laugardag ráðast úrslitin við eigum S-Afríku og Pólverja, sem eru á mikilli siglingu, og svo USA 2 sem er hörku sveit.
Mikill spenna er í loftinu og það skilja ekki mörg stig liðin af frá 7-11 sæti. Hugur er í mönnum að klára þetta eins og  að var stefnt, koma sér í úrslitin og koma svo........
kveðja frá Veldhoven, Jafet

21.10.2011

Leikir á HM 22.október

Síðasti spiladagurinn í undankeppninni á HM

Ísland - S-Afríka
Ísland - Pólland
Ísland - USA2                        sýndur á BBO  


                      
Ísland er í 6 sæti með 292,5 stig

 hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér          BBO

21.10.2011

Föstudagurinn 21.okt. á HM

Ísland fékk 8 stig gegn Hollendinum nú í morgun
Næsti leikur er kl. 11:45 við Ástrali

Ísland - Holland       8 - 22         BBO
Ísland - Ástralía      4 - 25 
Ísland - Ísrael        16-14                     sýndur á BBO

 hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

20.10.2011

Frábær dagur að baki

Það var ekki litið til baka heldur bætt aðeins í, 60 stig í húsi, geysilega flottur sigur á Búlgariu sem oft hefur staðið sig vel á stórmótum. Í útskýringum í stóra salnum var Íslendingum hrósað fyrir öfluga spilamennsku, stór sveifla þegar Búlgaría fór einn niður í 6 tíglum, en Jón Baldurs spilaði 6 lauf og fékk alla slagina. Dagurinn í dag verður erfiður, Holland fyrst, síðan Ástralía og loks Ísrael. Það er geysilega góð stemming í hópnum og hún bara eykst þegar við potumst upp töfluna. Mótið fer fram í geysilega stóru íþrótta og hotel komplexi og auðvelt að villast í óteljandi göngum, mönnum telst til að þeir labbi innan hús hátt í 2 kílómetra daglega, svo er jafnvel skroppið út á kvöldin og labbað enn meira til að fá freskt loft í lungun. Allir hressir og staðráðnir í klára þetta með sóma.
kveðja frá Veldhoven.. Jafet

20.10.2011

Ísland í 4 sæti

Ísland er í 4 sæti eftir daginn í dag - fengu samtals 60 stig ´
Röð 8 efstu sveitanna
Ítalía       287
USA2       271
Holland    267
Ísland      264,5
Ísrael       261,3
USA1       259,5
Svþíþjóð  237
Barsilía     232

Leikir morgundagsins eru við, Hollendinga, Ástrala og Ísraelsmenn

Leikurinn við Holland verður sýndur á BBO
 kl. 8:30 og einnig við Ísraelsmenn kl. 13:45

Opið hús verður í Síðumúlanum á morgun fyrir þá sem vilja fylgjast með 
 hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

20.10.2011

Frá HM 20. október

Ísland fékk 17  stig   á móti Pakistönum í morgunleiknum
Næstu 2 leikir Íslenska liðsins verða sýndir á BBO kl. 11:45 og 14:45
Ísland -  Pakistan                    17-13
Ísland -  Egyptaland               20-10                  sýndur á BBO
Ísland -  Búlgaría                     23- 7                    sýndur á BBO

 hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

20.10.2011

Kveðja frá Veldhoven

  "Ekki líta til baka"
Það var góður dagur á heimsmeistaramótinu í gær, 57 stig komu í hús, stórir sigrar á Singapore og Kanada, en naumt tap fyrir Indlandi. Og það leit ekki vel út á móti Indlandi þegar helmingur spila hafði verið spiluð, staða þá 20-10 fyrir Indlandi, en það urðu miklar sveiflur í síðustu spilunum, sem betur fer Íslandi í vil. Þetta sýnir að engir leikir eru fyrirfram unnir. Nú fer spennan að magnast og þau lönd sem ætla sér í úrslit munu spíta í lófana. Það er mikill hugur í hópnum.
kveðja frá Veldhoven Jafet

19.10.2011

57 stig á HM í dag

Leikir morgundagsins 20.okt.
Ísland -  Pakistan                    17-13
Ísland -  Egyptaland                                   sýndur á BBO
Ísland -  Búlgaría                                         sýndur á BBO

 hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

19.10.2011

22 stig á móti Singapore

'Ísland fékk 22 stig á móti Singapore í morgunleiknum
Íslenska liðið er komið í 4 sæti
Næsti leikur er við Indverja kl. 11:45
Ísland - Indland      14-16
Ísland - Kanada      21- 9                 kl. 14:45

 hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

19.10.2011

Kveðja frá HM

  "Langur og hlykkjóttur vegur" Heimsmeistarmótið í bridge hafið og þremur keppnisdögum lokið, þriðjudagurinn var dagur Íslands, í morgun var sýnt frá leik Íslands og Kína í stórum sýningarsal og 3 menn til útskýringar á leiknum, Íslendingum var þar hrósað mjög fyrir góða spilamennsku og við enduðum á að vinna Kína 17-13, en Kína er mjög vaxandi þjóð í bridge og ætlar sér stóra hluti þar á næstu árum, næsta var komið að Chile og þar vannst glæsilegur sigur 23-7, og deginum lauk með enn einum sigrinum nú á Japan 23-7, en þeir hafa sterku liði á að skipa. Eftir þessa góðu frammistöðu er Ísland komið í 6 sæti. Mjög góður andi er í íslenska hópnum og menn voru staðráðnir í því eftir dapra frammistöðu á móti Guadeloupe á mánudag að bíta í skjaldarenndurnar og sýna hvað í liðinu býr. Á mánudagskvöld var farið í nær klukkatíma göngutúr í fallegu haustveðri sem er hér í Hollandi rétt um 14 stiga hiti. Á mótinu er gefið út daglegt fréttablað og fyrirsögnin er fengin þar "Long and winding road" sem er reyndar titill á gömlu Bítlalagi, en þetta er réttnefni leiðin er löng og hlykkjótt og margt að varast í spilamennskunni. Ísland hefur fengið góða umfjöllun í þessu blaði. Björn landsliðsfyrirliði hefur stýrt sýnum mönnum eins og góðum herforingja sæmir. Ef íslensku spilarnir spila jafnvel og þeir gerðu í dag þá verður útkoman góð, en það er margir erfiðir leikir eftir og margar þjóðir að keppa um þessi átta sæti sem liggja í úrslitakeppnina. Miðvikudagurinn verður spennandi, og þar erum við að spila við lönd sem kunna ýmislegt fyrir sér í bridge.

Með bestu kveðju og vonandi fylgja góðar fréttir næstu daga
Jafet S. Ólafsson, forseti Bridgesambandsins

18.10.2011

63 stig í húsi í dag

Ísland vann síðasta leikinn í dag 23- 7 gegn Japönum
Ísland er komið í 6 sæti með 147,5 stig

Leikir morgundagsins 19.okt. eru við Singapore, Indland og Kanada
kl. 8:30, 11:45 og 14:45
Áfram Ísland

hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

18.10.2011

23-7 gegn Chile

Íslenska liðið fékk 23 stig á móti Chile í 2 leik í dag.
Þeir fengu 17 á móti Kínverjum og síðasti leikur dagsins
er á móti Japönum kl. 14:45

Ísland - Kína         17-13
Ísland - Chile        23- 7
Ísland - Japan      23- 7                  sýndur á BB

hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

17.10.2011

Jafntefli gegn Ítölum

Ísland gerði jafntefli 15-15  gegn Ítölum í síðasta leik dagsins.
Leikir morgundagsins 18.okt.  eru
kl.  8:30  Ísland - Kína         17-13
kl. 11:45 Ísland - Chile
kl. 14:45 Ísland - Japan

17.10.2011

14-16 gegn USA1

Íslendingar gerður jafntefli við USA1         14-16
Næsti leikur er kl. 11:45 gegn Guadalope    8-22
Íslands vs. Ítalíu á BBO kl. 14:45 

hægt er að fylgjast með skori í öllum leikjum hér

17.10.2011

Hrólfur og Sigtryggur Íslandsmeistarar

Hrólfur Hjaltason og Sigtryggur Sigurðsson eru Íslandsmeistarar
í eldri spilarar tvímenning sem fram fór í dag 15.október.
Við óskum sigurvegurum mótsins til hamingju


1 sæti    58,4 %   Hrólfur Hjaltason - Sigtryggur Sigurðsson    
2 sæti    58,3 %   Helgi Sigurðsson - Ísak Örn Sigurðsson       
3 sæti    55,4 %   Þorsteinn Ásgeirsson - Arnór Ragnarsson 

Hægt að sjá allt um mótið hér

16.10.2011

Leikir morgundagsins 17.október á HM

Ísland - USA1   kl. 8:30
Ísland - Guadalope  kl. 11:45
Ísland - Ítalía   kl. 14:45    sýndur BBO

16.10.2011

Byrjar vel hjá Íslendingum

Ísland vann Svíþjóð í fyrsta leik á Bermuda Bowl 23-7 nú í morgun.
Leikurinn var sýndur á BBO og var ekki leiðinlegt að horfa á þa vinna Svíana
Næsti leikur er kl. 11:45 við Ný sjálendinga.
Ísland gerði jafntefli við Nýja Sjáland 15-15
Síðasti leikur í dagsins byrjar kl. 14:45 og verður við Brazilíu
Leikurinn við Brazilíu fór ekki vel, Íslendingar töpuðu 10-20
Íslenska liðið verður ekki meira á BBO í dag, en hægt er að fylgjast með skorinu hér

16.10.2011

Bermuda Bowl í Veldhoven Hollandi

Heimsmeistaramótið hefst í dag 16.okt.  
Landsliðið í opna flokknum þeir: Magnús E. Magnússon, Sigurbjörn Haraldsson, Jón Baldursson,
Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H. Einarsson, héldu af stað í morgun til Hollands
ásamt fyrirliða liðsins Birni Eysteinssyni.
Jafet Ólafsson forseti sambandsins er á staðnum þeim til halds og trausts á meðan
mótið stendur yfir.
Fyrsti leikur okkar manna verður við frændur okkar Svía kl. 8:30 og verður hann 
á BBO
síðan kemur Nýja Sjáland kl. 11:45 og lokaleikur dagins
verður við Brazilíu kl. 14:45


Hægt verður að fylgjast með mótinu hér og einnig verða leikir sýndir á BBO

13.10.2011

Íslandsmót eldri spilara

Íslandsmót eldri spilara verður haldið laugardaginn 15.október n.k.
Spilarar þurfa að vera að lágmarki 50+ ára eða samanagður aldur parsins 110 ára
Hægt er að skrá sig hér og í síma 5879360
Íslandsmeistarar frá 2010 eru þeir félagar Örn Einarsson og Jens Karlsson 
Hér má sjá skráningarlista

11.10.2011

Íslendingar urðu Heimsmeistarar11.október 1991

Dagurinn í dag er nokkuð merkilegur bridgesögu Íslands, 20 ár eru liðin síðan Ísland varð heimsmeistari í bridge, vann Bermunda skálina frægu í Japan.
16.október n.k. fáum við annað tækifæri til spila um þessa frægu skál

Þeir Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson ásamt Birni Eysteinssyni,þjálfara
eru í liðinu öðru sinni, ásamt þeim fara Bjarni H. Einarsson, Magnús E. Magnússon
og Sigurbjörn Haraldsson.
Í tilefni dagsins kl.18-18:45 í dag verður Björn Eysteinsson með fyrirlestur og verður
hægt að fá sér kaffi og kökusneið. Allir velkomnir.

9.10.2011

Alda og Stefanía Íslandsmeistarar í tvímenning

Alda Guðnadóttir og Stefánía Sigurbjörnsdóttir sigruðu Íslandsmót kvenna í tvímenning 2011

Alda og Stefánía voru með 58,9 % s í kjölfarið komu þær mæðgur
Anna Þóra jónsdóttir og Esther Jakobsdóttir, með 58,8 %
Í þriðja sæti voru Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir með 55,4 %
Við þökkum keppendum fyrir þátttökuna í mótinu og sigurvegurum til hamingju
Heimasíða mótsins

3.10.2011

Íslandsmót kvenna í tvímenning

Íslandsmót kvenna í tvímenning fer fram 7-8.október
Mótið hefst kl. 18:30 á föstudaginn og heldur áfram kl. 10:30 á laugardeginum
Hægt að skrá sig hér  og í síma 587 9360

Heimasíða mótsins

1.10.2011

Íslandsmót í Bötler tvímenningi

Hlynur Angantýsson og Jón Ingþórsson rótbustuðu mótið og fengu 120 stig.  Aron Þorfinnsson og Guðmundur Snorrason voru í öðru sæti með 120 stig.  Í þriðja sæti voru Kjartan Ásmundsson og Stefán Jóhannsson með 67 stig

Hlynur Angantýsson og Jón Ingþórsson
Sjá nánar á heimasíðu mótsins


Stjórnborð

Stækka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda þessa síðu Prenta þessa síðu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viðburðadagatal

Engin skráður viðburður framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóð:

Forsíða » Fréttir

Myndir


Auglýsing